Fjölskyldujóga með hinni frábæru Guðbjörgu
Sunnudaginn 4. september kl. 12:00 – 13:00
Börn og foreldrar fá tækifæri til að leika sér saman og eiga góða samverustund í fjölskyldujóga. Skemmtilegar æfingar og leikir. Ekkert aldurstakmark og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
3.000 kr. fyrir fjölskylduna ( 2-4 í fjölskyldu )
Vinsamlegast sendið skráningu og fjölda á jogasetrid@jogasetrid.is
Nánar um krakkajóga í Jógasetrinu á http://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/
GUÐBJÖRG ARNARDÓTTIR Jógakennari
Guðbjörg er einn reyndassti Krakkajóga kennari landsins og hefur kennt í Jógasetrinu um árabil.
Hún lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins. Hún lauk danskennaranámi frá Danshögskolan í Stokkhólmi og sérhæfði sig í barnadönsum, ballett og nútímadansi. Hún hefur kennt við ýmsar dansstofnanir í Svíþjóð og á Íslandi. Guðbjörg lauk grunnskólakennaramenntun við Kennaraháskóla Íslands vorið 2001 og haustið 2003 lauk hún prófi frá sama skóla í menntun tvítyngdra barna. Guðbjörg hefur rekið Listdansskóla Hafnarfirði í 18 ár og kennt barnadansa og ballett í 30 ár. Hún hefur einnig tekið þátt í krakkajóganámskeiðinu “CHILDPLAY ” hjá Gurudass Kaur í Jógasetrinu.