
Fjölskyldujóga með hinni frábæru Maríu Shanko
Sunnudaginn 16. mars kl. 11:30 – 12:30
Börn og foreldrar fá tækifæri til að leika sér saman og eiga góða samverustund í fjölskyldujóga. Skemmtilegar æfingar og leikir. Ekkert aldurstakmark og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Verð: 4.000 kr. fyrir fjölskylduna ( 2-4 í fjölskyldu )
Skráning hér: jogasetrid@jogasetrid.is
Láttu okkur vita hvað margir í fjölskyldunni munu mæta í jógað
Nánar um krakkajóga í Jógasetrinu á http://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/
MARÍA ÁSMUNDSDÓTTIR SHANKO Jógakennari
María Ásmundsdóttir Shanko lærði stott-pilates 2005 bæði hérlendis og í Boston og þjálfaði í Hreyfingu 2005-2006. 2011 fór hún á Krakkajóga kennaranámskeið “Childplay” hjá Gurudass Kaur og 2013 útskrifaði hún sem kundalini jógakennari í Jógasetrinu. Hún lærði meðgöngu- og mömmujóga hjá Andartak veturinn 2014-2015 og stundaði hatha jógakennaranám 2020-2021 hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin. María kenndi jóga á Austurlandi á árunum 2016-2018, hefur kennt leikjóga í leikskólanum Öskju frá 2018 og leyst af í Jógasetrinu. Hún hefur unnið sem bekkjarkennari í grunnskólum, verið dagmóðir, skólastjóri yfir leik- og grunnskóla og hópstjóri í leikskólanum Öskju. Hún hefur reynslu af því að kenna jóga á öllum námstigum. María er auk þess menntaður framhaldsskólakennari í latínu og grísku með MA próf í þýðingafræði. Áhugamál hennar fyrir utan jóga er að dansa argentískan tangó, ferðast, syngja og útivist.
María kennir krakkajóga fyrir 3-4 ára með foreldrum og 8-11 ára.

