KRAKKAJÓGA

“ Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera”

SUMARNÁMSKEIР – Jóga og leiklist   fyrir 9 – 12 ára

12. – 16. ágúst mánud- föstudag kl. 13.30-16.30Jógakennararnir og leikkonurnar Álfrún Örnólfsdóttir og María Dalberg bjóða upp á vikunámskeið fyrir krakka þar sem tvinnað verður saman jóga og leiklistaræfingum sem efla einbeitingu, hlustun, leikgleði, sjálfstraust og samvinnu. Námskeiðið er vikulangt, þrjá tíma í senn.
Álfrún hefur áralanga reynslu af barnajógakennslu. Hún er leikkona og hefur starfað í leikhúsi og kvikmyndum, við talsetningar og leiklistarkennslu. María hefur mikla reynslu af að kenna jóga bæði fyrir fullorðna og börn, þar má nefna Ashtanga, Power jóga, Yin jóga, Yoga Nidra og fjölskyldujóga. Hún er einnig leikkona og hefur starfað í leikhúsi og í kvikmyndum. Krakkarnir þurfa að koma með nesti og klædd þægilegum fötum.
Farið verður í útijóga þegar veður leyfir.

————————————————————————————————————————————
UNGLINGAJÓGA
Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð. Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann og tengja inn á við. Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpur. Jóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

Kennari Álfrún Örnólfsdóttir

 

“Vá, ég vissi ekki að það væri hægt að njóta svona vel úti í grasinu og náttúrunni. Það er betra að vera í jóga en að borða grjónagraut.” 

 

Áherslan í KRAKKAJÓGA er leikur og gleði. Börnin læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeingu og samhæfingu. Einnig léttar en áhrifaiklar hugleiðslur. Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum og öndun. Börnin eru dásamlega fljót að tileinka sér jógað. Og finna það hjálpa í lífi og leik! 

HAUSTNÁMSKEIÐ 2019

KRAKKAJÓGA 3 – 4 ÁRA ( með foreldri )
Laugardaga kl 13.00 – 13.50
7. september – 30. nóvember  (13. vikur)
19.500kr.-

KRAKKAJÓGA  5 – 7  ÁRA
Laugardaga kl 14.00 – 14.50
7. september – 30. nóvember  (13. vikur)
19.500kr.-

KRAKKAJÓGA  8 – 11  ÁRA
Sunnudaga kl 11.30 – 12.30
8. september – 1. desember  (13. vikur)
19.500kr.-

JÓGA FYRIR UNGLINGA 12-14 ÁRA
Miðvikudaga kl 16.00 – 17.00
4.september – 27. nóvember   (13. vikur)
22.00kr.-

20% afsláttur fyrir systkini.
Skrá barn á námskeið

Möguleiki er að nota frístundastyrk. Þá þarf foredri að skrá sig sjálft fyrst inn í kerfið sem forráðamaður og síðan barnið.

 

 

 

 

“Við erum mjög svo ánægð með krakkajóga. Guðrún Eva 4 ára er alltaf spennt að fara og ánægð með tímana. Það hentar okkur vel að tímarnir séu eins upp byggðir en þó er alltaf einhver ný útfærsta og nýjar æfingar í hvert skiptið. Eins en ekki eins 😉 Frábærir tímar og frábær kennari”. Kv.Kristín

“Ég vilt þakka fyrir okkur. Stelpan mín  er rosalega ánægð hjá ykkur . Hún er alltaf koma svo gloð frá jogatimunum og ég sé lika breytingu. Nú gerir hún alls konar joga stöður sem hún vildi ekki gera fyrrr en hún byrjaði í yoga hjá ykkur. Takk fyrir ” Kær kveðja Shikha 

KRAKKAJÓGA  3 – 4 ára með foredrum
Laugardaga kl. 13.00 – 13.50

Á námskeiðinu jóga fyrir börn er lögð áhersla á jógastöður, öndun, möntrur og hreyfingar í gegnum leik og blandast þar spuni og dans með tónlist. Námskeiðið er mjög fjölbreytt og oft stuðst við mismunandi þema til auka enn á fjölbreytnina.  Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum og öndun. Foreldri tekur virkan þátt, hjálpar og hvetur barnið.
Kennari Guðbjörg Arnardóttir

KRAKKAJÓGA  5 – 7 ára
Laugardaga kl. 14.00 – 14.50

Á námskeiðinu jóga fyrir börn er lögð áhersla á jógastöður, öndun, möntrur og hreyfingar í gegnum leik og blandast þar spuni og dans með tónlist. Námskeiðið er mjög fjölbreytt og oft stuðst við mismunandi þema til auka enn á fjölbreytnina.  Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum og öndun. 
Kennari Guðbjörg Arnardóttir

KRAKKAJÓGA 8-11 ára
Sunnudaga kl. 11.3.0-12.30

Kenndar eru ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Við gerum líka einfaldar öndunaræfingar, syngjum möntrur með hreyfingum, förum í leiki, kynnumst jógafrosknum Manduk, gerum stuttar hugleiðslur og endum alla tíma á slökun. Í krakkajóga verður að vera gaman, við æfum okkur í að treysta hvort öðru og samþykkja að það er nóg að vera þú sjálf/ur alveg eins og þú ert.
Kennarar: Álfrun Helga Örnólfsdóttir og María Dalberg

JÓGA  fyrir UNGLINGA  12-14 ára
Miðvikudaga kl. kl. 16.00- 17.00
Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð. Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann og tengja inn á við. Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpurJóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.
Kennari Álfrún Örnólfsdóttir 

ATHUGIÐ: Skráður er fyrst forráðamaður í Nýskráningu, síðan kemur nafn barns undir NÝR IÐKANDI og þaðan er námskeiðið valið og greitt.

Leiðbeiningar og SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ JÓGASETURSINS

KRAKKAJÓGA Mynddiskur frá Þingvöllum
DVD Krakkajóga  – fæst í Jógasetrinu

“Sonur minn, á þriðja ári, biður mig kvölds og morgna um að spila diskinn dásamlega: Krakkajóga. Hann elskar að gera öll dýrin með Auði og krökkunum á sólskinsdegi á Íslandi. Gera jóga með krakkar! hrópar hann yfir morgunmatnum og síðan aftur yfir kvöldmatnum.  Hann reynir að gera allar jógastellingarnar með furðu góðum árangri. Þetta er alveg frábær diskur. ”   Auður Jónsdóttir rithöfundur

“Það er hamingjuréttur hverrar manneskju að vera hraust, heilbrigð og hamingjusöm”

MEÐMÆLI 
Við erum búin að vera alveg gríðarlega ánægð með hana Guðbjörgu, hún tekur alltaf vel á móti krökkunum og sýnir svo mikla umhyggju. Við viljum bara þakka Guðbjörgu fyrir að sinna dóttur okkar alltaf svo vel.

A…… elskar jógað hjá ykkur. Hún glímir við mikinn kvíða, lélega sjálfsmynd og stress sem hefur hamlað henni mikið í öðrum íþróttum. Núna nýtur hún sín til fulls og hlakkar til hvers tíma. Á móti jóganu stundar hún sund einu sinni í viku. Við myndum bara helst vilja hafa fleiri jógatíma í viku. Ég mæli hiklaust með þessum dásamlegu tímum. 

Sögur frá krökkum

Skrá barn á námskeið í KRAKKAJÓGA

Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50C  –  Fyrirspurnir á  jogasetrid@jogasetrid.is  

Pin It on Pinterest

Share This