Kennarar í Jógasetrinu

Auður Bjarnadóttir

Auður Bjarnadóttir

Kennari og eigandi Jógasetursins

Auður Bjarnadóttir, hefur kennt jóga síðan 2000. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra og Yoga Therapíu frá Amrit Institute í Florida. Árið 2012 tók hún Diploma sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis. Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og tók Doulu námi hjá Hönd í Hönd 2011 og HypnoBirth námskeið. Árið 2000-2001 sá Auður um Krakkajóga í Stundinni okkar og 2012 gaf hún út Krakkajóga DVD mynd ásamt “Erumenn”. Auður hefur kennt víða og haldið utan um ýmis námskeið í Jógasetrinu, ma. Kennarnám í Kundalini Jóga, Jóga Nidra og Jóga Þerapíu og fleiri fjölbreytt námskeið. Auður elskar að kenna en líka að læra og lítur á sig sem eilífan nemanda í jóga, og að lifa lífinu lifandi. Auður hefur einnig leitt jógaferðir á fjöllum og síðustu ár hefur hún einnig kennt íslenskum og erlendum hópum á Krít og Corfu á Grikklandi. Og Himalaya!   “Við erum andlegar verur með mannlega reynslu”

Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Kennari

Álfrún Helga Örnólfsdóttir er menntuð leikkona, dansari og kundalini jógakennari. Hún hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í kvikmyndum. Álfrún hefur kennt börnum leiklist og jóga frá árinu 2009. 2011 sótti hún námskeið í Childplay hjá Gurudass Kaur Khalsa. Í krakkajóganu notar hún mikið sögur til að miðla boðskap jógafræðanna og kenna jógastöður. Sköpunargleðin er alltaf í fyrirrúmi í tímunum. Álfrún kennir Krakkajóga 4- 7 ára, 8-11 ára og 12- 14 ára.

 

Arna Rín Ólafsdóttir

Kennari

Arna Rín Ólafsdóttir lauk fyrsta kennaranámi sínu hjá Jógasetrinu árið 2013. Í framhaldi af því hefur hún lokið krakkajóga kennararéttindum, 500klst réttindum í hatha jóga, pranajóga og Jóga nidra. Hún hefur einnig lokið framhaldsréttindum í Jóga Nidra ásamt Jóga Nidra fyrir börn frá Amrit Yoga setri í Flórída þar sem hún bjó, iðkaði jóga og starfaði um hálf ár. Arna hefur lengi verið hluti af jógaseturs teyminu og hefur haldið utan um fjölda tíma og námskeiða. Arna er einnig menntaður heilsumarkþjálfi, hefur lokið fyrsta stigi í Reiki heilun og hefur djúpan áhuga á heildrænni heilsu.
Arna kennir tíma sína með áherslu á að byggja sterkara traust til líkamans og læra að heiðra skilaboð hans með virðingu og kærleika. Hún býður þannig upp á rými fyrir iðkendur til þess að upplifa hve djúpt líkaminn er tilbúinn að fara í hvert sinn sem mætt er á dýnuna. Að fara inn í kærleikann í gegnum mýktina.
Arna Rín kennir meðgöngujóga, jógaflæði, jóga nidra, mjúkt jóga og lokuð námskeið.

 

Birgir Jóakimsson

Birgir Jóakimsson

Kennari

Birgir Þorsteinn Jóakimsson hefur haft áhuga á jógafræðunum frá því hann var unglingur. Hann lauk kennaranámi hjá Jóga stúdíói og Yogi Shanti Desai sumarið 1998. Birgir hefur kennt fólki á öllum aldri á hinum ýmsu stöðum frá árinu 1998 meðfram starfi sínu sem grafískur hönnuður. Hann er mikill áhugamaður um hlaup, hjólreiðar og nú síðast sjósund sem hann stundar af töluveðri ástríðu. Birgir trúir því að lykillinn að því að verða góður jógakennari sé að þykja alveg óendanlega vænt um þá sem hann er að kenna. Þá kemur allt hitt að sjálfu sér. Birgir kennir Karlajóga.

Edda Jónsdóttir

Edda Jónsdóttir

Kennari

Edda Jónsdóttir á að baki nám í Jóga Nidra, Kundalini Jóga og nú síðast Hatha Jóga byggt á nálgun Vandu Scaravelli. Nálgun sem leggur áherslu á jarðtengingu, hlustun og forvitni í allri iðkun.  Að auki hefur hún sótt fjölmörg námskeið tengd jóga og heilsu og menntunar á sviði flot- og vatnsmeðferðarvinnu sem hún starfar einnig við. Edda hefur sótt ýmis námskeið sem nýtast henni í þeirri vinnu t.a.m. jógaþerapíu, flotþerapíu og Acquatic Massage Therapy. Helstu áhugamál eru fjölbreytt hreyfing og útivera ásamt ótalmörgu sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu. Edda kennir Mjúkt jóga og Jóga nidra.

Estrid Þorvaldsdóttir

Estrid Þorvaldsdóttir

Kennari

Estrid Þorvaldsdóttir, byrjaði í kundalini yoga kennararnámi í september 2008. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, hefur notið vaxandi vinsælda og er stundum kallað jóga hins vinnandi fólks. Estrid starfar sem yoga kennari og ráðgjafi og leiðsögumaður um fjöll og fyrnindi. Hún er í framhaldsnámi í kundalini yoga fræðum.  Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga,  Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri.

Eygló Hafsteinsdóttir

Eygló Hafsteinsdóttir

Kennari

Eygló Lilja Hafsteinsdóttir jógína og dansari hefur iðkað Kundalini, Hatha og Ashtanga Vinyasa yoga frá árinu 2005 og kennt um árabil. Hún tók sitt fyrsta kennaranám í Kundalini jógahefð Yogi Bhajan 2008-2009 og er nú í áframhaldandi Shakti-dans kennaranámi hjá Söru Avtar. Dans er hennar ástríða og hefur verið stór hluti af lífi hennar frá því hún man eftir sér. Árið 2008 kynntist hún 5 rytma dansi og tengdi strax sterkt við þá dýpt og heilun sem býr í að hreyfa líkamann í dansi, hvernig dansinn sjálfur getur hreyft dansarann útfyrir hindranir hugans og inn í frelsi og tæra gleði. Hennar markmið og leiðarljós er að styðja aðra í að vekja upp hina náttúrulegu gleði, orkuflæði og alsælu sem býr innra með hverjum og einum.

Guðbjörg Arnardóttir

Guðbjörg Arnardóttir

Kennari

Guðbjörg Arnardóttir, lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins. Hún lauk danskennaranámi frá Danshögskolan í Stokkhólmi og sérhæfði sig í barnadönsum, ballett og nútímadansi. Hún hefur kennt við ýmsar dansstofnanir í Svíþjóð og á Íslandi. Guðbjörg lauk grunnskólakennaramenntun við Kennaraháskóla Íslands vorið 2001 og haustið 2003 lauk hún prófi frá sama skóla í menntun tvítyngdra barna. Guðbjörg hefur rekið Listdansskóla Hafnarfirði í 18 ár og kennt barnadansa og ballett í 30 ár. Hún hefur einnig tekið þátt í krakkajóganámskeiðinu  “CHILDPLAY ” hjá Gurudass Kaur í Jógasetrinu. Guðbjörg kennir Krakkajóga 3-4 ára og 5-7 ára.

 

Gunnar Ásgeirsson

Gunnar Ásgeirsson

Kennari

Gunnar Ásgeirsson, útskrifaðist sem jógakennari frá Ásmundi Gunnlaugssyni í janúar 2007 og tók kennarapróf í Kundalini jóga í Reykjavík vorið 2009 í Karam Kriya School. Fyrir Gunnari er jógalífstíll góður til að ná betri stjórn á líkama, huga og sál. Gunnar kennir Kundalini jóga.

Halla Hákonardóttir

Halla Hákonardóttir

Kennari

Halla Hákonardóttir er jógakennari og vatnsmeðferðaraðili. Halla er með kennararéttindi í RA vinyasa jóga frá Radiantly alive á Balí, Jóga Nidra level 1&2 frá Amrit yoga institute og kundalini joga frá Jógasetrinu. Auk þess hefur hún sótt sér hin ýmsu námskeið til að dýpka eigin ástundun og þekkingu sína í fræðunum. Halla vinnur hjá Flothettu sem verkefnastjóri og flotmeðferðaraðili. Hún hefur sótt námskeið í gong, reiki heilun og thai jóga nuddi. Sem jógakennari leggur Halla áherslu á líkamlega meðvitund, frelsi í hreyfingu og djúpa tengingu við andardráttinn. Halla kennir Jógaflæði.

Inga Reynisdóttir

Inga Reynisdóttir

Kennari

Inga Reynisdóttir kynntist Hatha jóga á unglingsaldri og þrátt fyrir að hafa prófað ýmis önnur líkamsræktarkerfi um ævina þá leitaði hún alltaf aftur í jóga. Jóga hefur umfram flesta aðra líkamsrækt að það sameinar ræktun þrenningarinnar líkama, huga og sálar. Kundalini jóga samræmist sérstaklega vel daglegu lífi og þegar hún kynntist því sumarið 2011 þá varð ekki aftur snúið. Ástundun Kundalini jóga hefur verið fastur liður í tilverunni síðan þá og til þess að dýpka skilning á Kundalini jóga þá kláraði hún fyrsta stig Kundalini jógakennaranámsins árið 2013. Inga er einnig Jóga Nidra kennari. Hún er líffræðingur að mennt og starfar á Meinafræðideild Landspítalans þar sem hún vinnur m.a. við rannsóknir á brjóstakrabbameini. “Vegna vinnu minnar þarf ég stöðugt að tileinka mér nýja þekkingu og fylgjast með tækniframförum á sviðinu. Ástundun jóga hefur gert mér kleift að finna hugarró í erli dagsins.” Inga kennir Kundalini jóga og Jóga Nidra.

María Margeirsdóttir

María Margeirsdóttir

Kennari

María Margeirsdóttir er menntaður grafískur hönnuður. Hún útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2015 og svo Jóga Nidra kennari árið 2018. Kundalini jóga kynntist hún fyrst árið 2005 og heillaðist af þessum magnaða og umbreytandi lífstíll sem tengir saman huga, líkama og sál á svo góðan og fallegan hátt. María kennir Kundalini jóga, Jóga fyrir 60 plús og Jóga Nidra

María Shanko

Kennari

María Ásmundsdóttir Shanko lærði stott-pilates 2005 bæði hérlendis og í Boston og þjálfaði í Hreyfingu 2005-2006. 2011 fór hún á leikjóganámskeið “Childplay” hjá Gurudass Kaur og 2013 útskrifaði hún sem kundalini jógakennari í Jógasetrinu. Hún lærði meðgöngu- og mömmujóga hjá Andartak veturinn 2014-2015 og stundar nú hatha jógakennaranám 2020-2021 hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin. María kenndi jóga á Austurlandi á árunum 2016-2018, hefur kennt leikjóga í leikskólanum Öskju frá 2018 og leyst af í Jógasetrinu. Hún hefur unnið sem bekkjarkennari í grunnskólum, verið dagmóðir, skólastjóri yfir leik- og grunnskóla og hópstjóri í leikskólanum Öskju. Hún hefur reynslu af því að kenna jóga á öllum námstigum. María er auk þess menntaður framhaldsskólakennari í latínu og grísku með MA próf í þýðingafræði. Áhugamál hennar fyrir utan jóga er að dansa argentískan tangó, ferðast, syngja og útivist. María kennir krakkajóga 3-4 ára með foreldrum.

Pin It on Pinterest

Share This