Krakkajóga

Næstu námskeið 19. janúar – 16. mars 2025

KRAKKAJÓGA 4 – 7 ára með foreldrum
19. janúar – 16. mars 2025
Sunnudagar
kl.11.30 – 12.15
 

Verð: 17.000 kr.

 

KRAKKAJÓGA 8 – 11
19. janúar – 16. mars 2025
Sunnudagar
kl.12.30– 13.30
 

Verð: 17.000 kr.

Á námskeiðinu læra börnin öndunaræfingar, jóga og slökun í gegnum leiki, sögur og hreyfingu. Foreldrar eru með í tímum og getur þátttaka þeirra og áhugi eflt virkni barnsins. ” Saman gaman”.

Námskeiðið er fjölbreytt og byggt upp þannig að með endurtekningum út frá grunnjógastöðum, öndun, möntrusöng og slökun nái barnið færni í jóga. Æfingarnar styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Leikir og flæði hreyfinga í tímunum hafa líka þann tilgang að styrkja líkamsvitund og rýmisgreind barnsins. Þarfir og langanir þess eru í fyrirrúmi. Möntrusöngur með handahreyfingum (mudrum) er ekki aðeins ánægjulegur heldur reynir hann á samhæfingu, einbeitingu og eykur samkennd í hópnum. Í lok tímans er barnið leitt áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum sem og öndunaræfingar.
Í krakkajóga verður að vera gaman. Þar ríkir traust og virðing og er mikilvægt að hvert og eitt barn geti notið sín.

Kennari:  María Shanko

Í krakkajóga er lögð áhersla á leik og gleði. Börnin læra jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Kenndar eru ýmsar hugleiðsluaðferðir sem talinn er góður undirbúningur fyrir innri ró og einbeitingu. Í lok tímans eru nemendur leiddir áfram í stutta slökun sem er jafn mikilvæg jógahreyfingum og öndun. Börnin eru dásamlega fljót að tileinka sér jógað og finna að það hjálpar þeim í lífi og leik!

„Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera“

Vinsamlega munið að hafa með ykkur dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.

krakkajoga

„Við erum mjög svo ánægð með krakkajóga. Guðrún Eva 4 ára er alltaf spennt að fara og ánægð með tímana. Það hentar okkur vel að tímarnir séu eins upp byggðir en þó er alltaf einhver ný útfærsta og nýjar æfingar í hvert skiptið. Eins en ekki eins 😉 Frábærir tímar og frábær kennari“.

Kveðja Kristín

 

“Ég vil þakka fyrir okkur. Stelpan mín  er rosalega ánægð hjá ykkur . Hún er alltaf koma svo gloð frá jogatimunum og ég sé lika breytingu. Nú gerir hún alls konar joga stöður sem hún vildi ekki gera fyrrr en hún byrjaði í yoga hjá ykkur. Takk fyrir”

Kær kveðja Shikha 

„Sonur minn, á þriðja ári, biður mig kvölds og morgna um að spila diskinn dásamlega: Krakkajóga. Hann elskar að gera öll dýrin með Auði og krökkunum á sólskinsdegi á Íslandi. Gera jóga með krakkar! hrópar hann yfir morgunmatnum og síðan aftur yfir kvöldmatnum.  Hann reynir að gera allar jógastellingarnar með furðu góðum árangri. Þetta er alveg frábær diskur“.

Auður Jónsdóttir rithöfundur

„Dóttir mín elskar jógað hjá ykkur. Hún glímir við mikinn kvíða, lélega sjálfsmynd og stress sem hefur hamlað henni mikið í öðrum íþróttum. Núna nýtur hún sín til fulls og hlakkar til hvers tíma. Á móti jóganu stundar hún sund einu sinni í viku. Við myndum bara helst vilja hafa fleiri jógatíma í viku. Ég mæli hiklaust með þessum dásamlegu tímum.”

“Vá, ég vissi ekki að það væri hægt að njóta svona vel úti í grasinu og náttúrunni. Það er betra að vera í jóga en að borða grjónagraut.”

Ég get svo sannarlega mælt með krakkajóganamskeiðunum. Stelpan mín tók fyrst námskeið þar sem foreldri mætti með og tók þátt. Mikill leikur og hressleiki einkennir tímana og kom hún alltaf skælbrosandi, afslöppuð og syngjandi úr tímunum sem henni fannst líða alltof hratt. Núna er hún byrjuð á námskeiði fyrir eldri krakka og hlakkar til að mæta alla sunnudaga og læra meira og æfa sig í gegnum leik.
Bestu kveðjur, Anna Stella.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“