NÁMSKEIÐ
Í Mömmujóga bjóðum við mæðrum að koma með börnin sín tvisvar í viku frá 6-8 vikna allt upp í 11-12 mánaða. Einnig eru mæður velkomnar í aðra tíma í stundaskrá.
NÆSTA NÁMSKEIÐ:
13. janúar – 8. mars 2025 (8 vikur)
Verð: 27.000
Mánu- og miðvikudagar | kl. 10.15 – 11.30 |
Mamman einnig velkomin í aðra opna tíma í stundaskrá.
KENNARAR
Auður Bjarnadóttir og Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir
Mömmujóga er námskeið þar sem mæður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman. Áhersla er lögð á jóga fyrir móðurina; styrking eftir fæðinguna, teygjur og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í æfingum móðurinnar, leikjum, tónlist og slökuninni í lokin. Mömmujóga er frábært tækifæri til að hitta aðrar mæður, deila reynslu sinni og njóta samveru í rólegu umhverfi. Vikulega er farið út að borða eftir tímana fyrir þær sem vilja.
Vinsamlega mundu að hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.
MEÐMÆLI:
Ég mæli innilega með mömmujóga hjá Jógasetrinu. Hvort sem maður hefur stundað jóga eða ekki þá er þetta góð leið til endurheimtar bæði líkamlega og andlega án nokkurrar pressu en þó með áhrifaríkum æfingum þar sem sem kjarninn er styrktur og maður tekur góðar teygjur við fallega tónlist og leikur við krílin sín á meðan. Á þessum námskeiðum myndast oft vinskapur við aðrar mæður í sömu stöðu og maður sjálfur er í enda oft farið á kaffihús eftir hressandi jógatíma. Í slíkum vinskap er oft ómetanlegur stuðningur og skilningur sem oft er erfitt er að fá annarstaðar.
Bestu kveðjur, Anna Stella.