Meðgöngujóga

MEÐGÖNGUJÓGA – Opið fyrir skráningu

Við skráningu verður kortið þitt virkt og þú getur byrjað strax að mæta.

Þú getur valið úr öllum meðgöngutímum í stundatöflu.  Í boði er að velja 3 meðgöngutíma í viku, en einnig aukatíma, sjá hér neðar.

MiIKILVÆGT er að bóka sig í tíma fyrirfram til að tryggja sér plássið í tímanum. Hægt er að bóka tíma með 2ja daga fyrirvara.

Fyrirframskráningin fer fram í gegnum heimasíðuna okkar www.jogasetrid.is > BÓKA TÍMA.

ATH. Til að bóka þig í tíma þarftu að vera með virkt kort hjá okkur svo þú munt geta bókað þig í tíma um leið og við höfum gengið endanlega frá skráningunni þinni í kerfið okkar.

VINSAMLEGAST MUNA  að afbóka eins fljótt og hægt ef þú kemst ekki í tímann…….af virðingu við aðrar konur sem kannski bíða eftir plássinu. Takk!.

Stundaskrá:

Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 18.45 – 20.00
Þriðjudagar & fimmtudagar kl. 12.00 – 13.15
   
Föstudagar  kl. 16:00 – 17:00
Laugardagar  kl. 11:30 – 12:40

 

Auk þess standa þér eftirfarandi opnir tímar til boða:

Föstudagar Yin, Jóga Nidra djúpslökun kl.  17:15 – 18:30
Þriðju- og fimmtudaga Mjúkt jóga / Nidra kl. 10.00 – 11.15
   

JÓGA Á MEÐGÖNGU: RANNSÓKN FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS 

Fjallað er sérstaklega um meðgöngujóganámskeið Auðar Bjarnadóttur í Jógasetrinu, eftir Hildi Ármannsdóttur ljósmóður.

Það er alltaf gott að heyra upplyftandi sögur um góðar fæðingar, það gefur okkur sjálfstrú og styrk. Hildur ljósmóðir var hjá mér í Meðgöngujóga fyrir allt löngu og er nú komin í Björkina með þeim frábæru konum. 

Ég fékk kveðju frá einni góðri konu í gær sem sagði þetta um Bjarkarljósmæðurnar

“Innblásin af þessari góðu reynslu átti ég stelpuna mína í ágúst í fyrra á fæðingarstofu Bjarkarinnar. Þar starfa englar í mannsmynd, ég get svarið það. “

https://skemman.is/handle/1946/2859

KENNARAR

Auður Bjarnadóttir, Arna Rín Ólafsdóttir, Ástrós Erla Benediktsdóttir, Brynja Gunnarsdóttir, Elva Rut ljósmóðir og jógakennari, Guðrún Theódóra Hrafnsdóttir, Guðrún Ósk Maríasdóttir, Vera Snædal ljósmóðir og jógakennari.

 

Í Meðgöngujóga leggjum við áherslu á öndun,  teygjur,  styrkjandi æfingar, hugleiðslu og slökun. Djúp öndun og slökun er einn mikilvægasti undirbúningur fyrir góða fæðingu. Við leggjum einnig áherslu á  sjálfsstyrkingu konunnar og líkamlega og andlega vellíðan fyrir fæðingu og móðurhlutverkið.

Þúsundir kvenna sem komið til okkar í Jógasetrið í yfir 20 ár, hafa staðfest að jóga er einn besti undirbúningur fyrir góða fæðingu enda hvetja flestar ljósmæður konur til að stunda jóga á meðgöngunni. Jóga stuðlar að betri meðvitund og tengingu við líkamann, hugarástand og tilfinningar. Með rólegri athygli dýpkar innsæið og öryggi og sjálfstraust eflist. Í jóga gefur konan meðgöngunni, sjálfri sér og barninu sérstaka athygli og er hvött til að bera ábyrgð á eigin heilsu og vera virk og skapandi í fæðingunni.

Gott er að byrja í meðgöngujóga á 14 –16 viku en fínt að byrja síðar líka. Flestar konur eru fram að fæðingu. Aldrei of seint að byrja og hægt að byrja hvenær sem er á meðan við höfum pláss.

“Kona sem stýrir fæðingu sinni öðlast styrk fyrir lífstíð
– Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir

Í lok meðgöngu er hægt að bæta við stökum vikum. Ef þú hefur verið í 3 mánuði eða lengur, þá ertu heiðursgestur okkar frá 40 viku og fram að fæðingu – í okkar boði.

Jógadýnur, teppi og púðar á staðnum en velkomið að koma með eigin dýnu með þér. Best að vera með eigin vatnsflösku.

Við tökum vel á móti þér og vonum að þú njótir þess að stunda hjá okkur jóga og hlúa að þér og barninu.

VERÐSKRÁ
1 mánuður 17.000 kr.
2 mánuðir 30.000 kr.
3 mánuðir 42,000 kr.
4 mánuðir 52.000 kr.
5 mánuðir 60.000 kr.
Tvær vikur í lok meðgöngu 9.500 kr. (í afgreiðslu)
Ein vika í lok meðgöngu 6.500 kr. (í afgreiðslu)

PARANÁMSKEIÐ Á MEÐGÖNGU

Fyrir konur og maka / eða fæðingarfélaganda

MEÐGÖNGUJÓGA – NETPAKKAR

með jógatímum og fræðsluefni

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

„Það er engin spurning að jógað er besti undirbúningur sem hægt er að hugsa sér fyrir fæðingu, þvílíkt sem ég notaði bæði öndunina og ekki síst hugarfarið. Ég var ekki hrædd í eina sekúndu og treysti líkamanum mínum 100% fyrir þessu verkefni. Ég hugsa til baka um fæðinguna með ánægju og hlýju, þetta var yndisleg reynsla og ekki hægt að hugsa sér betri verðlaun en litlu músina sem hrýtur við hliðina á mér núna í rúminu sem hún fæddist í. Takk Auður fyrir yndislega handleiðslu á meðgöngunni, ég mun bera út boðskapinn með leyndardóminn á bak við góðu fæðingu og halda áfram að senda barnshafandi konur í jóga til þín“ .

– Sigrún H

„Heil og sæl Auður. Mér finnst ég eiga þér margt að þakka því fæðingin gekk svo vel í ljósi þess að ég ,,andaði mig í gegnum hana“ og ljósmæðurnar áttu ekki til aukatekið orð. Ég sagði þeim að sjálfsögðu frá því að þú hefðir kennt okkur stelpunum hvernig ætti að tækla þetta og að það ætti að hvetja allar barnshafandi konur til þess að fara í jóga til þín.“

– Aldís

 

„Eftir fæðinguna líður mér svolítið eins og mér séu allir vegir færir, eins og ég hafi sigrað heiminn, eins og sjálfstraustið hafi hoppað upp um nokkur level! Svoleiðis óska ég öllum að líða eftir sína fæðingu, og það er ekki spurning, tímarnir í jóganu hjá Auði, OG SÉRSTAKLEGA PARAKVÖLDINU á ég allt að þakka 🙂 Gangi ykkur öllum vel!“

– Ingibjörg

„Ég fann um leið og ég labbaði, inn dásamlegan anda hjá ykkur og fann fyrir fullt af fallegum englum sem svífa um hjá ykkur. Líkaminn minn og litla barnið mitt sagði mér að ég hefði bara gott af því að gefa mér þennan tíma tvisvar í viku. Þú talaðir um að hlusta á líkamann og mjaðmirnar mínar kölluðu á að þetta væri það rétta þar sem þær eru svo stirðar.“

– Guðrún Jó

 

„Það bjargaði meðgöngunni minni að koma í jóga og það kom mér á óvart hvað það hjálpaði mér brjálæðislega í fæðingunni. Ég leitaði í svo margar æfingar sem við gerðum og uppörvunarorðin og hvatninguna að “eiga” sína fæðingu. Upplifunin af fæðingunni (sem var í raun ekkert sérlega auðveld) var MÖGNUÐ, mér fannst ég stjórna öllu og fannst þetta ekkert mál. TAKK!“

– Guðrún D.

„Jóga hjá Auði tvisvar í viku var ómissandi þáttur í lífi mínu. Oftar en ekki felldi ég tár í möntrunum og nær undantekningarlaust sofnaði ég í slökuninni og kom fyrir að ég vaknaði þegar Kundalini tíminn var að hefjast.  Ég varð hugfangin af öllu sem flokkast undir andlegan undirbúning.“

– Eyrún

„Það sem Auður og jógað náði að hjálpa mér með í sambandi við fæðinguna var það að ég var svo rosalega örugg þegar allt þetta ferli byrjaði, ég var ekkert hrædd við hríðarnar þó þær væru nær óbærilegar, ég náði líka að anda á milli þó það væri stutt og ég vissi allan tímann að þetta myndi taka enda. Ég var með miklu meira öruggi í fararteskinu en hin tvö skiptin. Þetta er þó sennilega mesta áskorun og erfiði sem kona getur gengið í gegnum. En að ná að koma einu stykki kraftaverki út án nokkurra verkjalyfja gerir hverja konu hrikalega stolta og eftir að hafa gert þetta tvisvar þá er ég þess fullviss um að við konur búum yfir einhverjum ótrúlegum krafti.“

– Alda K.

„Ljósmóðirin spurði mig líka hvort ég væri búin að vera í jóga, en hún sagðist sjá mikinn mun á því hvað jógakonur ná að slaka vel á miðað við hinar. Á einum tímapunkti  skrapp maðurinn minn fram á kaffistofu og þar voru víst tvær ljósmæður að dásama það hvað stelpan á stofu 10 næði rosalega flottri slökun milli hríða! Það var sem sagt ég.“

– Inga Steinunn

„Ég hef nú gengið í gegn um tvær fæðingar, en bara eina jógafæðingu og munurinn er eins mikill og hægt er að hugsa sér. Ég dásamaði jógað í bak fyrir og seinna í fæðingunni, þegar ég var að verða þreytt sagði ljósan við mig: „Mundu eftir Auði“, svona til að halda mér við efnið.  Og það virkaði! Ég náði að fókusa allan tímann, fannst ég aldrei missa stjórnina og það var frábært, það gerði þetta auðveldara, að finnast ég ráða ferðinni en ekki eins og í fyrri fæðingu 
þegar ég upplifði það þannig að líkaminn brussaðist áfram og togaði mig með. …

Ég notaði mikið orðin hennar Auðar til að hjálpa mér í gegn um mesta sársaukann. Ég reyndi að hugsa til barnsins, hugsa að þetta var eitthvað sem við værum að gera saman. Að hver hríð hefði tilgang, að hún færði mig nær barninu og að ég yrði að vera sterk og einbeitt, til að hjálpa þessu litla dásamlega lífi að komast á leiðarenda og svo auðvitað þau góðu orð  “let it be” sem hjálpuðu kannski einna mest og minntu mig á að slaka og gefa eftir en vera ekki að spenna á móti hríðunum. Ég hafði meiri stjórn, jákvæðara hugarfar og tek með mér óteljandi yndislegar minningar úr þessari fæðingu …

Kærastinn minn var með mér í þessu öllu saman eins og síðast. Munurinn er sá að hann var viðstaddur þá en núna var hann þátttakandi í fæðingunni. Þetta var á einhvern undarlegan hátt bara alveg ótrúlega rómantísk, innileg og töfrandi stund sem við áttum svo 100% saman. Bara algjörlega ólýsanlega dýrmætt og ég vona innilega að þið eigið allar eftir að upplifa svona fæðingu eins og ég var svo heppin að gera.“

– Alda Á.

Ég get varla lýst því hversu góður undirbúningur jógaiðkunin reyndist vera fyrir fæðinguna. Fæðingin var strembin og tók verulega á en þegar ég var nálægt því að gefast upp “poppuðu upp” í kollinn hinar ýmsu möntrur sem héldu mér gangandi og hjálpuðu mér að klára verkið.“

– Halla

Nú er ég a lokametrunum á minni annarri meðgöngu. Ég kynntist meðgöngujóga hjá Auði á fyrstu meðgöngu og finnst mér tímarnir hjálpa mér gífurlega mikið bæði í því að skapa pláss fyrir mig en líka til að draga úr kvíða fyrir fæðingunni. Hreyfingin liðkar og kennir okkur að slaka, anda og treysta. Möntrur og öndun undirbúa huga og líkama fyrir ferðalagið sem meðganga og fæðing er. Kennararnir eru ólíkir en upplifi ég það á jákvæðan hátt, það er gott að fá ólíkt út úr tímunum. Stundum er meira púður sett í jógastellingar og stundum í spjall eða andlegu hliðina.
Bestu þakkir fyrir mig, Aldís