MEÐGÖNGUJÓGA – Opið fyrir skráningu
Við skráningu verður kortið þitt virkt og þú getur byrjað strax að mæta.
Þú getur valið úr öllum meðgöngutímum í stundatöflu. Í boði er að velja 3 meðgöngutíma í viku, en einnig aukatíma, sjá hér neðar.
MiIKILVÆGT er að bóka sig í tíma fyrirfram til að tryggja sér plássið í tímanum. Hægt er að bóka tíma með 2ja daga fyrirvara.
Fyrirframskráningin fer fram í gegnum heimasíðuna okkar www.jogasetrid.is > BÓKA TÍMA.
ATH. Til að bóka þig í tíma þarftu að vera með virkt kort hjá okkur svo þú munt geta bókað þig í tíma um leið og við höfum gengið endanlega frá skráningunni þinni í kerfið okkar.
VINSAMLEGAST MUNA að afbóka eins fljótt og hægt ef þú kemst ekki í tímann…….af virðingu við aðrar konur sem kannski bíða eftir plássinu. Takk!.
Stundaskrá:
Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar | kl. 18.45 – 20.00 |
Þriðjudagar & fimmtudagar | kl. 12.00 – 13.15 |
Föstudagar | kl. 16:00 – 17:00 |
Laugardagar | kl. 11:30 – 12:40 |
Auk þess standa þér eftirfarandi opnir tímar til boða:
Föstudagar Yin, Jóga Nidra djúpslökun | kl. 17:15 – 18:30 |
Þriðju- og fimmtudaga Mjúkt jóga / Nidra | kl. 10.00 – 11.15 |
JÓGA Á MEÐGÖNGU: RANNSÓKN FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fjallað er sérstaklega um meðgöngujóganámskeið Auðar Bjarnadóttur í Jógasetrinu, eftir Hildi Ármannsdóttur ljósmóður.
Það er alltaf gott að heyra upplyftandi sögur um góðar fæðingar, það gefur okkur sjálfstrú og styrk. Hildur ljósmóðir var hjá mér í Meðgöngujóga fyrir allt löngu og er nú komin í Björkina með þeim frábæru konum.
Ég fékk kveðju frá einni góðri konu í gær sem sagði þetta um Bjarkarljósmæðurnar
“Innblásin af þessari góðu reynslu átti ég stelpuna mína í ágúst í fyrra á fæðingarstofu Bjarkarinnar. Þar starfa englar í mannsmynd, ég get svarið það. “
KENNARAR
Auður Bjarnadóttir, Arna Rín Ólafsdóttir, Ástrós Erla Benediktsdóttir, Brynja Gunnarsdóttir, Elva Rut ljósmóðir og jógakennari, Guðrún Theódóra Hrafnsdóttir, Guðrún Ósk Maríasdóttir, Vera Snædal ljósmóðir og jógakennari, Sunna María Schram ljósmóðir og jógakennari.
Í Meðgöngujóga leggjum við áherslu á öndun, teygjur, styrkjandi æfingar, hugleiðslu og slökun. Djúp öndun og slökun er einn mikilvægasti undirbúningur fyrir góða fæðingu. Við leggjum einnig áherslu á sjálfsstyrkingu konunnar og líkamlega og andlega vellíðan fyrir fæðingu og móðurhlutverkið.
Þúsundir kvenna sem komið til okkar í Jógasetrið í yfir 20 ár, hafa staðfest að jóga er einn besti undirbúningur fyrir góða fæðingu enda hvetja flestar ljósmæður konur til að stunda jóga á meðgöngunni. Jóga stuðlar að betri meðvitund og tengingu við líkamann, hugarástand og tilfinningar. Með rólegri athygli dýpkar innsæið og öryggi og sjálfstraust eflist. Í jóga gefur konan meðgöngunni, sjálfri sér og barninu sérstaka athygli og er hvött til að bera ábyrgð á eigin heilsu og vera virk og skapandi í fæðingunni.
Gott er að byrja í meðgöngujóga á 14 –16 viku en fínt að byrja síðar líka. Flestar konur eru fram að fæðingu. Aldrei of seint að byrja og hægt að byrja hvenær sem er á meðan við höfum pláss.
“Kona sem stýrir fæðingu sinni öðlast styrk fyrir lífstíð”
– Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir
Í lok meðgöngu er hægt að bæta við stökum vikum. Ef þú hefur verið í 3 mánuði eða lengur, þá ertu heiðursgestur okkar frá 40 viku og fram að fæðingu – í okkar boði.
Jógadýnur, teppi og púðar á staðnum en velkomið að koma með eigin dýnu með þér. Best að vera með eigin vatnsflösku.
Við tökum vel á móti þér og vonum að þú njótir þess að stunda hjá okkur jóga og hlúa að þér og barninu.
VERÐSKRÁ
1 mánuður 18.000 kr.
2 mánuðir 32.000 kr.
3 mánuðir 44,000 kr.
4 mánuðir 55.000 kr.
5 mánuðir 65.000 kr.
Tvær vikur í lok meðgöngu 9.500 kr. (í afgreiðslu)
Ein vika í lok meðgöngu 6.500 kr. (í afgreiðslu)