OPIÐ KORT
Frjáls mæting í Jógaflæði, Kundalini Jóga, Mjúkt Jóga, Yin Jóga og Jóga Nidra. Gildir fyrir opið kort, staka tíma og 10 tíma kort.
Við skráningu verður kortið þitt virkt og þú getur byrjað strax að mæta.
Þú bókar þig í tíma áður en þú mætir.
Velkomið að hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.
Mánudagar – Jógaflæði og Nidra | kl. 17.15-18.30 |
Þriðjudagar – Mjúkt jóga og Nidra | kl. 10.00-11.15 |
Miðvikudagar – Jógaflæði og Nidra | kl. 17.15-18.30 |
Fimmtudagar – Mjúkt jóga og Nidra | kl. 10.00-11.15 |
Föstudagar – Yin og tónheilun | kl. 12.00-13.00 |
Föstudagar – Yin, Nidra og tónheilun | kl. 17.15-18.30 |
Kröftugra Jógaflæði á mánud. og á miðvikudögum en mýkra á föstudögum.
Vinsamlegast mætið tímanlega til að skapa kyrrð í stundina frá upphafi.
KENNARAR
Auður, Halla, María, Rósa, Sólveig
Hatha er ein þekktasta tegund jóga á vesturlöndunum. HA þýðir sól og THA þýðir máni. Unnið er með að flæða mjúklega inn og úr jógastöðum (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægi styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás. Grunn líkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru mismunandi útfærslur sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt.
Þegar við hægjum á önduninni þá róast hugurinn og við styrkjum meðvitund um augnablikið hér og nú. Í hringrás öndunar skapast eins konar hugleiðsluástand í jógastöðunum, einbeiting og jafnvægi í líkama, tilfinningum og huga. Þannig opnar jóga glufu fyrir sálartengingu þar sem við skynjum okkur tengd og í einingu við allt.
„Smile, breathe and go slowly“. -Thich Nhat Hanh
Vinsamlega mundu að hafa með þér dýnu, púða, teppi og vatnsbrúsa.