SÖGUR FRÁ KRÖKKUM

Lítil jógasaga frá Akureyri:

Á svo dásamlega 5 ára snúllu 🙂 Gaf henni barnajógadisk með Snatam eftir síðustu lotu. Nú sönglar barnið hérna daginn út og inn “ég er glöð, ég er góð, ég er glöð, ég er góð. Sat nam, sat nam, sat nam ji. Wahe guru, wahe guru, wahe guru ji”!
Svo fór hún í netta fílu í morgun yfir einhverju og sé ég hana setjast út í horn. Spyr hvort hún sé farin í fílu. “Nei mamma, ég er að hugleiða!” Sat hún þá ekki þarna og gerði Sa Ta Na Ma með fingrunum 😉
Jógað skilar sér klárlega til Allra í kringum mann!

Lítil saga úr Reykjavík:

Lítil stúlka var mætt til læknisins í sprautu með mömmu sinni. Hún grét og var ómöguleg. Mamma spurði: ” Elskan mín, hvað lærðiru í Krakkajóga”? Litla stúlkan dróg djúpt inn andann, lokaði augunum, fór í jógastöðu  og byrjaði að fara með hugleiðsluna “sa- ta na ma” og mamman horfði dolfallin á stúlkuna sína róa sjálfa sig niður!

Önnur úr Reykjavík:

8 ára drengur, eilítið eirðarlaus heima hjá sér, náði í klukku og stillti á 11 mín. Settist niður og byrjaði að hugleiða “sa- ta na ma” möntruna. Foreldrarnir ákváðu að vera með, hættu eftir 11 mín, en drengurinn hélt áfram. hann hafði fundið leið til að kyrra sig niður alveg sjálfur. Já börnin eru  fljótandi næm og eiga svo gott með að tileinka sér góða hluti.  Enda jógar í eðli sínu!

 

 

Pin It on Pinterest

Share This