ORKUSTÖÐVAR / CHAKRAS

Mannslíkaminn er eins og hljóðfæri með 72 strengjum, hver strengur titrar með flæði lífsorkunnar eða Prana. Alheimsorkan (cosmic energy) flæðir inn í líkamann gegnum hvirfilstöðina (Sahasrara) eins og foss niður eftir hryggjarsúlunni og safnast fyrir í pollum sem við köllum orkustöðvar. Þessum 72 strengjum er stýrt af þremur miðlægum strengjum eða orkubrautum. Ida sem liggur í vinstri hluta líkamans (hugsun, tunglið, kælandi), Pingala sem liggur í hægri hluta líkamans (hreyfing, sólin, hitandi) og Sushmuna sem liggur í miðjunni. Við hverja hugsun frá huganum titra efri orkustöðvarnar, og þessi titringur “plokkar” strengina, sem titra inní 72.000 brautir. Þessi titringur (vibration) skapar lögun og starfsemi líkamans (physical body, emotional body
and the mental body).

Orðið Chakra þýðir hjól og eru orkustöðvarnar nefndar svo þar sem þær mynda hringiðu og snúast eins og hjól. Í Kundalini jóga lærum við um 8 aðal orkustöðvarnar. Sjö af orkustöðvunum samsama sig við ákveðna innkirtla eða taugahnoðra í líkamlega líkamanum (physical body). Hin áttunda samsamar sig við áruna, segulsvæðið.

1., 2. og 3. orkustöðin mynda neðri þríhyrninginn (lower triangle). Þessar orkustöðvar vinna helst með líkamlega þætti og grunneðli þar sem egóið eða ‘ég’ skiptir mestu máli.
4. orkustöðin er hjartastöðin og er jafnvægisstöð á milli efri og neðri þríhyrnings.  Hún leggur áherslu á samkennd gagnvart umheiminum. Þar breytist áherslan frá ‘ég’ yfir í ‘ég og þú’ reynslan breytist frá mér til þín (me to thee, or me to we)
5., 6. og 7. orkustöðin mynda svo efri þríhyrninginn (upper triangle). Þessar orkustöðvar vinna helst með andlega þætti, hugmyndir, áru þar sem ‘við’ skiptir mestu máli.
Engin orkustöð stendur ein, allar vinna saman.

Fyrstu 5 orkustöðvarnar tengjast hinum 5 eigindum (tattvas): jörð, vatn, eldur, loft og ether.

Lífsorkan eða Prana rennur um orkustöðvarnar. Kundalini jóga auðveldar þetta gegnumstreymi og eykur á jafnnvægi.

Orkustöðvarnar hafa áhrif á skynjun okkar, tilfinningar og hvað við veljum. Þær hafa áhrif á flæði og tegundir hugsana okkar og hvernig við bregðumst við þeim. Þær hafa áhrif á sambandið milli meðvitundar og undirvitundar. Að opna og auka jafnvægið í orkustöðvum, eykur skynjun okkar og tengingu svo við tengjumst hærri orkuuppsprettu þaðan sem við komum og þangað sem við hverfum aftur.

Nánar um hverja orkustöð

Þýðandi: Þórgunnur Ársælsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This