MYNDDISKUR DVD FYRIR 3-10 ÁRA

KRAKKAJÓGA  –  Nýr mynddiskur  frá Þingvöllum

Hér er á ferðinni stórskemmtilegt myndband þar sem áherslan er á leik og gleði. Börnin læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, skerpa einbeitingu og hjálpa til við slökun. Dýraríkið og náttúran eru áberandi í krakkajóga og þótt leikgleðin sé í fyrirrúmi er myndbandið í senn bæði fræðandi og örvandi fyrir ímyndunaraflið. Rannsóknir hafa sýnt að börn læra best í gegnum hreyfingu og leik, á meðan þau eru vökul og slök. Jóga þýðir sameining og hjálpar okkur að finna jafnvægi á huga, líkama og sál. Hjálpum börnunum okkar að halda jafnvægi á ógnarhraða nútímans, að halda í friðssældina og leikgleðina sem býr í hjarta þeirra en vill svo oft týnast þegar alvara lífsins lætur sjá sig. Hjálpum þeim að vera. Myndefnið var tekið upp á Þingvöllum á fallegum sumardegi, með  kátum krökkum sem eru hér að stíga sín fyrstu skref inn í jógaheiminn og vilja leyfa ykkur að fylgjast með, nú og taka þátt auðvitað. Heil klukkustund af skemmtilegu og fjölbreyttu efni fyrir börn, jafnt og alla fjölskylduna. Njótið!

KRAKKAJÓGA er gott fyrir
* einbeitingu
* jafnvægi
* slökun
* hreyfingu og góða heilsu

Kynningarmyndband á YouTube

UMSAGNIR:

“Sonur minn, á þriðja ári, biður mig kvölds og morgna um að spila diskinn dásamlega. Hann elskar að gera öll dýrin með Auði og krökkunum á sólskinsdegi á Íslandi. Gera jóga með krakkar! hrópar hann yfir morgunmatnum og síðan aftur yfir kvöldmatnum. Hann reynir að gera allar jógastellingarnar með furðu góðum árangri. Þetta er alveg frábær diskur. Auður Jónsdóttir rithöfundur

“Krakkajógadiskurinn hennar Auður gefur börnunum mínum og mér dásamlegar stundir við að gera skemmtilegar jógaæfingar þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi og umhverfið er algjörlega himneskt. Okkur finnst ógurlega gaman að gera eins og dýrin í dýragarðinum og eiga góða vinastund. Dóttur minni finnst slökunin svo góð til að hjálpa líkamanum að sofna en best er þó að jógaæfingarnar láta henni líða “Lifandi” eins og hún segir! Takk fyrir kærleikann Auður.” Dalla Ólafsdóttir

“Ég gaf sonardóttur minni sem er 5 ára dvd diskinn. Hún gisti hjá mér og við gerðum jóga saman í stofunni.  Hún fór síðan heim með diskinn og gerði jóga allan daginn heima hjá sér. Alveg alsæl. Mjög vel gerður diskur hjá þér Auður og hittir algerlega í mark!”  Elínbet jógakennari

Tvíburadætur mínar, Brynja og Freyja, fjögurra og hálfs árs, fengu Krakkajóga-dvd í jólagjöf. Gjöfin hitti beint í mark. Stelpurnar stunda nú jóga á hverjum degi. Á disknum er hægt að velja á milli ólíkra kafla: Saman gaman, dýragaðurinn, vinastund, meira skemmtilegt. En börnin mín vija helst gera allt og í réttri röð, sem er þá klukkutíma jóga-leikur, hreyfing, söngur og hugleiðsla. Og jafnvel þótt þær skilji ekki hvað orðin þýða, syngja þær „Ek ong kaar – sat nam – siri wahe guru“ og öll fjölskyldan raular með. Meira að segja stóra stelpan okkar, sem er orðin 13 ára, er farin að taka þátt í æfingum og hugleiðslu á gólfinu. Myndböndin eru tekin á Þingvöllum í glampandi sól og hita, óvenjulegu íslensku veðri, og ótrúlega heillandi að fylgjast með börnunum sem taka þátt í myndbandinu, njóta hreyfinga og frelsis úti í náttúrunni. Stofan heima hjá okkur er mjög lítil, en það er enginn vandi fyrir stelpurnar að finna pláss fyrir allar æfingarnar.
Þetta er dásamlegt myndband fyrir alla fjölskylduna, sem ýtir undir samveru, gleði, ró og orku. Takk Auður, fyrir að veita börnum möguleika á að finna til sín í líkama og sál. Ég vona að myndbandið muni rata inn á öll heimili, ekki bara hér á Íslandi, en um allan heim.  Charlotte Bøving leikkona

 KRAKKAJÓGA  námskeið í Jógasetrinu  

 YOGA FUN FOR KIDS
New DVD – recorded in beautiful Icelandic nature

In this fun video the emphasis is on joy and playing. Children learn various yoga poses and exercises that strengthen the balance, sharpen concentration and help with relaxation. Animals and nature are prominent in kids yoga and although playing is the most important, the video is both informative and stimulating for the imagination. Studies have shown that children learn best through movement and playing, while they are awake and relaxed. Yoga means union and helps to balance, body, mind and soul. Let us help our children to keep their balance in a very fast world. Help them to be. The dvd was taken up at Thingvellir (National park in Iceland) on a beautiful summer day, with 7 joyous kids from 3-10 years old. A whole hour of fun and diverse material for children, as well as the whole family. Enjoy! TRAILER IN ENGLISH

Yoga fun for kids is good for:
* concentration
* balance
* relaxation
* imagination
* movement and good health

Pin It on Pinterest

Share This