Töfrandi möntrustund og tónheilun á fullu tungli með Bjartey og Dísu

Föstudaginn 18. október 2024

Klukkan 19:00 – 20:30

Töfrandi möntrustund og tónheilun á fullu tungli með söng- og tónlistarkonunum Bjartey og Dísu sem munu leiða okkur í gegnum einfaldar möntrur og syngja einnig fyrir okkur frumsömd lög. Dísa og Bjartey smullu svo fallega saman í Jóganámi 2021-2022 og raddirnar þeirra einstaklega fallegar saman.

 

Bjartey hefur starfað sem tónlistarkona síðan 2008 í hljómsveitinni Ylja, hún lauk krakkajóga námskeiði árið 2013, útskrifaðist sem kundalini jógakennari árið 2019 og einnig Jógakennaranámi Jógasetursins síðstliðin vetur. Eftir að Bjartey fór á möntrutónleika með Mirabai Ceiba árið 2014 var ekki aftur snúið, hún gjörsamlega kolféll fyrir áhrifum þess að kyrja möntrur. „Að kyrja færir okkur ró, það sefar hugann og hjálpar okkur að losa upp óæskileg hugsanamynstur sem valda okkur hugarangri. “Ég hef sjálf fundið að möntrur hafa mikinn heilunarmátt, þær hafa hjálpað mér í gegnum erfið áföll, að vera í núinu og lifa í kærleika og þakklæti.“
 

Arndís Árelía eða Dísa, eins og hún er alltaf kölluð er tónlistarkona og kennari. Dísa hefur starfað við tónlist síðusu 25 ár, þar sem hún hefur bæði sinnt eigin tónlistarverkefnum og miðlað tónlist til barna og fullorðinna í gegnum píanó og trommukennslu.Dísa byrjaði að syngja möntrur fyrir fimm árum síðan og fann fljótt hverslu magnaður og heilandi möntrusöngur er. Hún hefur gífurlega trú á heilunarmætti tónlistar og langar að miðla þeirri visku áfram til annarra í gegnum möntrusöng og tónlist. Dísa útskrifaðist úr Jógakennaranámi Jógasetursins árið 2022 og hefur einnig lokið Child Play jógakennaranámi, Yoga nidra kennaranámi og grunnnámskeiði í gong spili.

 

 
 
Almennt verð: 4.000 kr.
Verð fyrir iðkendur Jógasetursins: 2.500 kr.
Við syngjum og sköpum saman í kærleika og gleði.
 

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.