Styrkjandi jóganámskeið fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein
Námskeiðið hefst 4. febrúar og stendur til 4. mars (5 vikur)
Kennt verður á þriðjudögum frá kl 19:00 til 20.15
Styrkjandi jóganámskeið fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein.
Með áherslu á endurheimt, sjálfsmildi og slökun.
Með áherslu á endurheimt, sjálfsmildi og slökun.
-Greining, meðferð og eftirköst brjóstakrabbameins eru stórt áfall, bæði andlega og líkamlega. Miklar breytingar koma í kjölfarið og ganga sumar þeirra til baka á meðan aðrar eru komnar til að vera. Það getur verið mikil áskorun að halda áfram út í lífið eftir þetta áfall
-Markmið námskeiðsins er að veita konum sem gengið hafa í gegnum slíkt ferli verkfæri og tækifæri til þess að hreyfa sig af öryggi, upplifa slökun og fá heildarsýn á eigið ástand sem getur bætt líðan til muna
-Við leggjum áherslu á mjúkar hreyfingar sem eru sérhæfðar fyrir okkar hóp, fræðslu um afleiðingar aðgerða, geisla og lyfjameðferða ásamt jóga nidra og gong tónheilun sem þar sem iðkandinn er leiddur inn í djúpa slökun . Þessi tegund af slökun/hugleiðslu getur meðal annars hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn og ná tökum á kvíða.
-Markmið námskeiðsins er að veita konum sem gengið hafa í gegnum slíkt ferli verkfæri og tækifæri til þess að hreyfa sig af öryggi, upplifa slökun og fá heildarsýn á eigið ástand sem getur bætt líðan til muna
-Við leggjum áherslu á mjúkar hreyfingar sem eru sérhæfðar fyrir okkar hóp, fræðslu um afleiðingar aðgerða, geisla og lyfjameðferða ásamt jóga nidra og gong tónheilun sem þar sem iðkandinn er leiddur inn í djúpa slökun . Þessi tegund af slökun/hugleiðslu getur meðal annars hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn og ná tökum á kvíða.
Kennarar: Halla Bjarklind og Katrín Eyjólfsdóttir
Verð 25.000 kr.
Innifalið er líka að koma í opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.
Innifalið er líka að koma í opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.