Paranámskeið „Já elskan“
NÆSTU NÁMSKEIÐ
Sunnudaginn 19. janúar kl. 16.30 – 19.30
Fyrir konur settar í febrúar og mars og maka/aðstandanda.
Á ca. 4-6 vikna fresti bjóðum við upp á paranámskeið þar sem makinn mætir með, eða sá sem aðstoðar í fæðingu. Farið er í öndun og ýmsan undirbúning fyrir fæðinguna, nudd, ásamt ýmsum góðum ráðum. Rannsóknir sýna að góður stuðningur maka í fæðingum hefur jákvæð áhrif á líðan konunnar og minna um inngrip í fæðingu.
Auður Bjarnadóttir og Soffía Bæringsdóttir doula og fjölskyldufræðingur leiða námskeiðið.
Soffía er reyndasta doula landsins en starfar einnig sem fjölskyldufræðingur. Nánar um Soffíu:
https://www.hondihond.is/
SKRÁNING
Vinsamlegast sendið okkur eftirfarandi upplýsingar á jogasetrid@jogasetrid.is:
1. Nafn maka / aðstandanda
2. Settur dagur
3. Láttu okkur vita að þú sért hjá okkur í Jóga
VERÐ: 9.900 kr. fyrir parið, fyrir þær sem eru í meðgöngujóga í Jógasetrinu.
16.900 kr. (ef ekki í meðgöngujóga í Jógasetrinu)
ATH! Paranámskeiðið er griðarlega vinsælt og konur sem eru í meðgöngujóga í Jógasetrinu ganga fyrir.
MEÐMÆLI:
Dásamlegt námskeið. Mjög góður undirbúningur og líka góð upprifjun fyrir þá sem eru ekki að eignast fyrsta barn.
Góð stund fyrir sambönd til að öðlast nánd, vinna saman, hlæja saman og samstilla sig fyrir komu nýburans ❤️ Guðný
Frábært námskeið! Yndislegur og náinn tími fyrir mig og maka minn, bæði fróðlegt og hjálpsamt námskeið sem mun gagnast okkur í fæðingunni og styrkja samband okkar enn betur. Anela og Árni
Takk æðislega fyrir yndislega fræðslu og samveru á Paranámskeiðinu. Við vorum ekkert smá ánægð með kvöldið. Fannst ég og makinn minn Egill verða meira spennt fyrir fæðingunni sem við eigum eftir að upplifa saman og töluðum um það á leiðinni heim hvað þetta hjálpar mikið við það að fá gott viðhorf á fæðinguna svo auðvelt að festast í því að kvíða fyrir henni en þessi kvöldstund minnti okkur klárlega á og kenndi okkur hvað við getum gert til þess að gera hana að fallegri minningu fyrir fjöslkylduna🤍þið báðar með svo hlýja nærveru. Íris Freyja
Jóga þýðir sameining. Okkar innri sköpunarkraftur sameinast alheimsorkunni og dýpkar tenginguna við óendanleika okkar og tilgang inn í daglegt líf. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast.
Í jóga er best að vera berfættur, í lausum (og jafnvel ljósum fötum) og hafa ekki borðað stóra máltíð 3-4 tímum áður. Gott að hafa með sér vatnsbrúsa og drekka vel af vatni eftir tímann. Mjög gott að koma í kyrrð 10 mínútum fyrir tímann og slaka á og leyfa spennu að losna og önduninni að dýpka.