Pabbajóga

LEIKUR – SAMVERA – GLEÐI

NÝTT NÁMSKEIÐ 6. apríl – 11maí – 6 vikur
Föstudaga  kl. 14.00-15.15
( opið kort fylgir í aðra tíma fyrir pabbann )

Pabbi mætir með barnið frá 4-10 mánaða og við gerum jóga saman og ýmsar æfingar til styrkingar og tengsla. Allt í gleði og leik. Á föstudögum með barnið og svo getur pabbi líka valið að koma líka sjálfur í aðra tíma í stundarskrá.

Verð 16.000 ( 6 vikur )

PABBAJÓGA er námskeið þar sem feður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman. Teygjur, liðleiki og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í leikandi æfingum. Pabbajóga er frábært tækifæri til að hitta aðra feður og börnin önnur börn.

Pin It on Pinterest

Share This