Orkustöðvarnar þínar

 

8 vikna námskeið þar sem þú lærir að þekkja þig betur og finna styrkinn þinn með því að lesa í eigin orkustöðvar með Kundalini jóga og jógískri talnaspeki.

3.október – 21.nóvember – 8 vikur
Þriðjudaga kl. 20.15 -21.30

Námskeiðslýsing. 
Markmið námskeiðsins er að skoða mannlega lífsorku í daglegu lífi og gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í fyrirbæri, lögmál og kenningar í jógafræðunum. Á námskeiðinu verður gert jóga og farið í æfingar sem gefa reynslu og innsýn inn í mátt orkunnar í líkamanum. 
Kundalini er einskonar kraftur eða rafmagn sem býr innra með öllum mannverum. Við erum með 8 orkustöðvar. Þessi kraftur býr í neðstu tveimur orkustöðvunum. Við notum þennan kraft á hverjum degi til að lifa. Því meira sem við örvum þessa orku því meiri kraft fáum við og því meiri sem orkan er því meðvitaðri erum við. Ef við erum dugleg að örva þessa orku þá getur hún farið upp alla hryggjasúluna og við komumst í tengingu við alheimsvitundina. Líkaminn okkar er hannaður eins og hljóðfæri og við getum sjálf stillt þetta hljóðfæri á þá tíðni sem okkur langar. Á tíðni kærleika sem er í samhljómi við sálina okkar. Sálin er partur af öllum heiminum. Markmið sálarinnar er að tengjast alheimskraftinum og þannig vera þáttakandi í sköpunarverkinu. 

Kennsluyfirlit
1. Orkustöðvarnar.
2. 10 líkamar 
3. Að komast í hlutleysi og finna núllið
4. Leyfðu tölunum að leiðbeina þér. 
5. Frelsi í flæði.
6. Talnaspeki
7. Endurhlöðum orkugeyma. 
8. Samantekt, virkjum orkusöðvar saman. 

Kennari Estrid Þorvaldsdóttir
Estrid Þorvaldsdóttir, byrjaði í kundalini yoga kennararnámi í september 2008. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, hefur notið vaxandi vinsælda og er stundum kallað jóga hins vinnandi fólks. Estrid starfar sem yoga kennari og ráðgjafi og leiðsögumaður um fjöll og fyrnindi. Hún er í framhaldsnámi í kundalini yoga fræðum. Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga, Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri. 

Verð 24.000kr.
Þátttakendur fá 20% afslátt af 10 tíma korti, mánaðrkorti og 
tveggja mánaðar korti
20% afsláttur fyrir iðkendur Jógasetursins
skráning á https://jogasetrid.is/  

JÓGASETRIÐ – SKIPHOLT 50c

Pin It on Pinterest

Share This