Nánar um Kundalini jóga

Kundalini jóga er stundum kallað móðir alls jóga. Það er markvisst jógakerfi með eflandi jóga- og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Unnið er að því að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi orkustöðva og víkka vitund okkar. Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga.

Kundalini jóga hentar mjög vel venjulegu fólki sem lifir venjulegu lífi. Með því að ástunda kundalini jóga getum við styrkt taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið og komið jafnvægi á líkama, huga og anda. Við verðum sveigjanlegri og styrkjum bæði líkamlegt og andlegt úthald fyrir lífið sjálft. Jóga eykur andlega orku og gefur okkur innri frið og styrk til að mæta verkefnum dagsins. Jóga þýðir sameining. Okkar innri sköpunarkraftur sameinast alheimsorkunni og dýpkar tenginguna við óendanleika okkar og tilgang inn í daglegt líf. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast.

Kundalini jóga samanstendur af æfingum eða stöðum (asana), með ákveðinni öndun (pranayama) handa- og fingrastöðum (mudra), líkamslokum (bandha), tónun (mantra) og íhugun (meditation), saman eða í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Þessi vísindi hafa verið kennd í klaustrum á Indlandi og í Tíbet í þúsundir ára og virka eflandi og umbreytandi fyrir sál og líkama.

„Kriya“ er æfing eða sería af æfingum sem hafa í heild sinni meiri áhrif en samanlagðir hlutar hennar. Margar af þessum „kriyum“ eru virðulegar og ævafornar og hafa verið kenndar munnlega frá kennara til nemanda.

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

Í jóga er best að vera berfættur, í lausum ( og jafnvel ljósum fötum) og hafa ekki borðað stóra máltíð 3-4 tímum áður. Gott að hafa með sér vatnsbrúsa og drekka vel af vatni eftir tímann. Mjög gott að koma í kyrrð 15 mínútum fyrir tímann og slaka á og leyfa spennu að losna og önduninni að dýpka.

MEÐMÆLI:

Ég fór í fyrsta Kundalini jógatímann minn 2018 og  varð strax mjög hrifin. Það sem heillaði mig mest voru möntrurnar og þær gera það enn, enda þýðir mantra hugarfrelsi, sem er dásamlegt. Ég fann fljótt mun á mér,  meltingin varð virkari,  meira andlegt jafnvægi,  varð rólegri og liðugri. Eitt sem kom skemmtilega á óvart var að vöðvabólgan í öxlunum hvarf. ”  Hólmfríður Lillý

“Með daglegri ástundun Kundalini Yoga á morgnana, fæ ég þá líkamlegu orku og skýrleika í huga sem gerir mér kleift að taka á móti og sinna verkefnum dagsing og afkasta mun meir en áður og af meiri yfirvegun.  Einn til einn og hálfur tími á morgnana skilar sér margfalt til baka yfir daginn. Kundalini Yoga er eins og túrbó hleðsla – þvílíkur orku- og gleðigjafi”  Hálfdan

“Kundalini jógatíminn gerir mest fyrir mig því hann sameinar allt það besta, teygjur, styrkir hrygg og kjarnavöðva, hugeiðsla og slökun. Þetta hittir í mark hjá mér, eins og þú sagðir, að mæla aldur í liðleika hryggjarins, það sem þú sagðir um kamelljónið og að finna hið sanna sjálf. Ég er að ganga í gegnum erfiðleika og þessir jógatímar sem ég hef mætt í, hjá Jógasetrinu, hafa svo sannarlega gert meira fyrir mig en nokkur líkama og sálarrækt sem ég hef farið í.” GB

 

Pin It on Pinterest

Share This