NÝTT UPPHAF – NÝ 40 DAGA HUGLEIÐSLA

40 daga Hugleiðslan okkar 1. janúar – 10. febrúar

LOKAH  SAMASTAH  SUKHINO  BHAVANTU           

MERKING:
“Megi allar verur alls staðar vera hamingjusamar og frjálsar og megi mínar hugsanir, orð og gjörðir stuðla á einhvern hátt að þeirri hamingju og að frelsi allra.

MEANING:
“May all beings everywhere be happy and free, and may the thoughts, words, and actions of my own life contribute in some way to that happiness and to that freedom for all.”

Við bjóðum þér að taka þátt í 40 daga Hugleiðslu Jógasetursins.

Hugleiðslan verður gerð Í flestum opnum tímum.

En hver og einn getur auðvitað alltaf hugleitt heima hjá sér líka, 7 mín, 14 mín eða lengur

Ef við styrkjum öll kærleika og sjálfsmildi þá fer allt okkar líf á okkar besta stað. Þorum að elska. Þorum að gefa af okkur til annarra og leyfum nýja árinu að einkennast af sjálfsmildi í leiðinni.

Sendum kærleika, frið og heilun til allra og finnum einingu alls. Finnum hjörtun okkar tengjast okkar á milli og um leið út um allan heim.

“Fyrst skapar þú vanann svo skapar vaninn þig”

 

Hér er hugleiðslan/ mantran á Spotify

https://open.spotify.com/track/1fAYNVwqe3e3szGEcQQYSz…

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“

 

– Yogi Bhajan.