Nýársfögnuður Jógasetursins

1. janúar kl. 15.00 -16.15

Lifandi tónlist – Möntrur – 40 daga hugleiðsla – Tónheilun – Gong

Við komum saman á Nýársdag og fögnum nýju ári, nýju upphafi, sleppum því liðna og styrkjum góðan ásetning fyrir komandi ár. Auður, Bjartey, Dísa og Fríða Freyja Frigg taka vel á móti ykkur. Við syngjum möntrur, hristum af okkur það gamla, hugleiðum á það nýja, og svo verður dásamleg Tónheilun í lokin. Á hverju ári fylltist salurinn af vongóðum nýárs sálum. Við hlökkum til að koma saman aftur og styrkja ljóssins von og kærleika!

FRJÁLS FRAMLÖG fyrir PALESTÍNU
Gjöfult hjarta er gott hjarta! Vinsamlegast komið með pening í hjartaboxið græna. Það er gott að byrja nýja árið með því að gefa af sér. “Hvernig get ég þjónað” ?

40 DAGA HUGLEIÐSLA
Við byrjum saman á 40 daga hugleiðslu sem hver og einn gerir síðan heima hjá sér, en við munum einnig bjóða upp á að hugleiða saman í Jógasetrinu flesta daga vikunnar. Frábært að byrja nýja árið að styrkja góðan vana með daglegri hugleiðslu. Við munum fylgja því eftir með facebook hóp til stuðnings.
“Fyrst skapar þú vanann, svo skapar vaninn þig”

Mantra er hljóð, orð eða samsetning orða sem notast er við í hugleiðslu og hefur margvísleg áhrif tengd merkingu þeirra. Man þýðir hugur og Tra þýðir frelsi. MANTRA = að frelsa hugann.

DÍSA
Arndís Árelía eða Dísa, eins og hún er alltaf kölluð, er tónlistarkona og kennari. Dísa hefur starfað við tónlist síðustu 25 ár, þar sem hún hefur bæði sinnt eigin tónlistarverkefnum og miðlað tónlist til barna og fullorðinna í gegnum píanó og trommukennslu. Dísa útskrifaðist úr Jógakennaranámi Jógasetursins síðstliðin vetur.

BJARTEY
Bjartey hefur starfað sem tónlistarkona síðan 2008 í hljómsveitinni Ylja, hún lauk krakkajóga námskeiði árið 2013, útskrifaðist sem kundalini jógakennari árið 2019 og einnig Jógakennaranámi Jógasetursins síðstliðin vetur. Eftir að Bjartey fór á möntrutónleika með Mirabai Ceiba árið 2014 var ekki aftur snúið, hún gjörsamlega kolféll fyrir áhrifum þess að kyrja möntrur. „Að kyrja færir okkur ró, það sefar hugann og hjálpar okkur að losa upp óæskileg hugsanamynstur sem valda okkur hugarangri. “Ég hef sjálf fundið að möntrur hafa mikinn heilunarmátt, þær hafa hjálpað mér í gegnum erfið áföll, að vera í núinu og lifa í kærleika og þakklæti.“

FRÍÐA FREYJA FRIGG
Fríða Freyja Frigg starfar sem myndlistarmaður, meðferðaraðili og síðustu ár hefur hún verið að opna á röddina til að miðla kærleiksorku í gegnum hana ( að chanta) og tók upp sina fyrstu plötu á árinu sem ber nafnið “ Downloading the Light” sem er komin á Spotify.Hún rekur ART67 gallerí ásamt öðrum myndlistarmönnum á Laugavegi 61. Þar er hún með málverk sem hafa farið mjög víða um heiminn síðastliðin 13 ár sem bera nafnið “Niðurhal Ljóssins “.  Einnig rekur hún HamíngjuHofið sem er í Skipholti 50 c, á þriðju hæð fyrir ofan Jógasetrið. Þar gefur hún Höfuðbeina og Spjaldhryggsmeðferðir ( Cranio Sacral ) tilfinningalosun og tónheilun með kristaskálum og hörpum. Síðustu á hefur hún gefið tónheilanir í Jógasetrinu og verið með viðburði sem heita “ Konur dansa frá Hjartanu.”

AUÐUR
Stofnandi Jógasetursins
Auður Bjarnadóttir, hefur kennt jóga síðan 2000 og rekið Jógasetrið, fyrst í Borgartúni og Skipholti frá 2015. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra og Yoga Therapíu frá Amrit Institute í Florida. Árið 2012 tók hún Diploma sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis. Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og tók Doulu námi hjá Hönd í Hönd 2011 og HypnoBirth námskeið. Árið 2000-2001 sá Auður um Krakkajóga í Stundinni okkar og 2012 gaf hún út Krakkajóga DVD mynd ásamt “Erumenn”. Auður hefur kennt víða og haldið utan um ýmis námskeið í Jógasetrinu, ma. Kennarnám í Kundalini Jóga og fleiri fjölbreytt námskeið. Auður elskar að kenna en líka að læra og lítur á sig sem eilífan nemanda í jóga, og að lifa lífinu lifandi. Auður kennir Kundalini jóga, Meðgöngujóga, Mömmujóga, Hatha jóga og Jóga Nidra, leiðir Kennaranám í Kundalini og fleira. Auður hefur einnig leitt jógaferðir á fjöllum og síðustu ár hefur hún einnig kennt íslenskum og erlendum hópum á Krít og Corfu á Grikklandi.

Fögnum nýju ári og komdu fagnandi
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR – Bara að mæta!
Jógasetrið – Skipholt 50c