Hugleiðslukvöld með Tolla

Nánar síðar.

Reynum að glöggva okkur á því hvers vegna kærleikurinn er svona mikilvægur þegar við erum að iðka hugleiðslu til þess að vaxa í.  Fyrir byrjendur og lengra komna því þeir eru alltaf byrjendur.

Frjáls framlög – Við þiggjum og við gefum!
Allur ágóði rennur til munaðarleysingja heimilis hjá Óla Halldórs í Kenya. Sjá nánar hér neðst.

“Byrjaðu nýtt ár með vitundarvakningu”

Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist án þess að dæma það á nokkurn hátt. Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að vera meira hér og nú. 

Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund (mindfulness) ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við ákoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð á áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri.”

Rannsóknir sýna góðan árangur:

 • Minni streita
 • Betri svefn
 • Meiri skýrleik
 • Öflugri einbeiting
 • Betra minni
 • Jákvæðara hugarfar
 • Meiri félagslegsfærni
 • Betri samskipti
 • Meiri ánægja og gleði
 • Meiri líkamleg vellíðan
 • Jafnari blóðþrýstingur
 • Öflugra ónæmiskerfi
 • Hamingjusamari heili (“Positive Neuroplastic Effects”)

Hér er frábær grein um árangur hugleiðslu á heilsu og vellíðan:
http://stundin.is/frett/jakvaedir-avinningar-hugleidslu/

HUGLEIÐSLUKVÖLD MEÐ TOLLA styrkir munaðarleysingja heimili hjá Óla Halldórs í Kenya
FRÁ ÓLA til TOLLA:

“Sæll meistari…
Ég fór sem sagt til Keníu, í vetur sem leið, að hitta gamlan mann, vin mömmu heitinnar. Fyrst ég var að brölta þetta á annað borð hafði ég miðann opinn, með það í huga að ferðast aðeins um. Vinur minn sem er Masai og býr í Masailandi tók vel á móti mér og ég var þar í vellystingum í 3 vikur. Ég gæti sagt frá undrum og stórmerkjum þaðan í allan dag. mest kom mér á óvart hvað Masaiar eru almennt vel staddir, miðað við nágrannana. Bæði hvað varðar lífsgæði svo sem land og beljur. En ekki síður hvað varðar ríka menningu og þekkingu á náttúrinni.En sem sagt langaði mig til að sjá aðins meira af Afríku fyrst ég var mættur á annað borð. Tanzanía var efst á blaði. En til að komast þangað er best að fara gegnum borgina Kisumu. við Viktoríu vatn. Um leið og ég tilkynnti um þessa ferðaáætlun mína hringdi einhver í vin sem hann átti í Kisumu og rétti mér síðan tólið.Við Swale áttum pínulítið erfitt með að skilja ensku hvors annars, rétt í byrjun. En hlýja og mannkærleikur streymdi frá þessari rödd, sem bauð mér að koma í heimsokn. Ég átti samt ekki alveg von á því sem tók á móti mér . eitt stykki munaðarleysingjahæli, nánast sjálfsprottið og algerlega úrsérsprottið.

Swale, er sjálfur munaðarleysingi frá þriggja ára aldri, af Luo ættbálkinum (þeim sama og Obama). eftir ótrúlegar raunir komst hann undir verndarvæng góðs fólks. Hann lærði rafvirkjun og rekur verkstæði og búðarholu í borginni Kisumu. Konan hans sér að mestu leiti um afgreiðslu þar núna.. Ég verð að skjóta því inní hér að fjöldi munaðarleysingja er á allt öðru leveli víðast hvar í Afríku en það sem við eigum að venjast. HIV, ofbeldi og ýmsir tróbískir sjúkdómar, ásamt lamaðri heilbrigðisþjónustu veldur þar mestu um. Fyrir 5-6 árum tóku þau hjónin að sér 4 munaðarleysingja. Til að gera langa sögu stutta óx verkefnið ansi fljótt. Öldruð ekkja, Mama Jumama gaf jarðarpart, ásamt því að hún gefur part af allri uppskeru. Þetta er langt uppí sveit, skammt frá bæ sem heitir Oyugis Í dag eru meira en 50 munaðarleysingjar þar, af ýmsum ættbálkum.

Ég var þarna í 3 vikur. Og ég varð ástfanginn upp fyrir haus. Þrátt fyrir gríðarlegan skort á nánast öllu er lífsgleði og kærleikur það fyrsta og það síðasta sem ég upplifði. Þau hafa ekki fengið neina aðstoð utanfrá og lifa algerlega frá degi til dags (from hand to mouth) og hjarta mitt grét. Þetta hlýtur að vera draumaverkefni fyrir hjálparsamtök og ég hafði samband við tvenn hjálparsamtök. Önnur svöruðu hlýlega, en sögðu að kvótinn fyrir Keníu væri því miður búinn, hin svöruðu aldrei fyrirspurnum mínum.

Tími minn í Keníu var á þrotum og gat ekki yfirgefið þessi börn án þess að gera eitthvað. Eftir smá íhugun fæddist dálítið plan. Það sem við köllum smáaura kalla þeir sem ekkert eiga peninga. Ég reiknaði út hvað ég gæti átt aflögu og bætti oná það einhverju sem ég taldi öruggt að ég gæti betlað útúr vinum og vandamönnum. Síðan ákváðum við Swale að ég mundi senda mánaðarlega sem samsvarar 50000 is kr, sem færi í það allra nauðsynlegasta, mest mat. Ef betlið gengi vel mundum við síðan skoða lúksus svo sem föt, skó, skólatöskur… jafnvel heilbrigðisaðstoð, en það er sennilega fjarlægur draumur. Eina læknisaðstoð sem er í boði er Parasetamol og hlýleg orð. Nokkur af börnunum eru með HIV…

Betlið hefur gengið vonum framar og við Swale erum farnir að íhuga hver næsti leikur sé… .

Kær kveðja, ást og friður.
Ó. H.

 

Pin It on Pinterest

Share This