Opið kort

 

HAUSTÖNN 1.SEPTEMBER – 30. DESEMBER

HAUSTÖNN 1.SEPTEMBER – 30. DESEMBER

Opið kort í almennt jóga – Jógaflæði  (Hatha) – Jóga Nidra og Kundalini jóga 

  
MORGUNTÍMAR – HÁDEGI  OG SÍÐDEGI 

Hjartanlega velkomin í Jógasetrið. Það er velkomið að blanda saman Kundalini,  Jógaflæði (hatha)  Jóga Nidra,  til að fá styrk, mýkt og djúpa slökun inn í lífið.  Frábærir kennarar deila reynslu sinni og þekkingu.  Verið velkomin í frían prufutíma.

OPIÐ KORT
Frjáls mæting í opna tíma í Kundalini jóga, Hatha jógaflæði, Jóga Nidra (gildir í alla tíma nema lokuð sérnámskeið). Í boði eru mánaðarkort – 10 tíma kort – annarkort eða árskort.

Jógasetrið er vettvangur fyrir jógaiðkun fyrir alla aldurshópa. Við leggjum áherslu á vingjarnlegt andrúmsloft þar sem við leitumst við að hlúa að og næra líkama, sál og andans vellíðan. Hver og einn á sínum forsendum. Jóga er fyrir þig, þar sem þú ert stödd/staddur hverju sinni!
Við þurfum sjálf að taka ákvörðun að hlúa að sál og líkama alla æfi. Allt of margir fresta og fresta. Setjum heilsuna okkar í forgangsröð. Í jóga hlúum við í senn að líkama og sálu, Jóga stuðlar að jafnvægi á huga, sál og líkama, gefur betri einbeitingu, styrk og frið inn í daglega lífið. Regluleg ástund er frábær gegn kvíða og jafnvel depurð og þunglyndi.

“Every leaf of the tree becomes a page of the sacred scripture once the soul has learned to read.”
– Saadi (Medieval Persian poet

HJARTANLEGA VELKOMIN TIL OKKAR Í JÓGASETRIÐ, SKIPHOLTI 50C.
 
Staðsetningin er frábær, næg bílastæði og rýmið bjart og fallegt.
 

 

Nánar um Kundalini Yoga

Kundalini jóga / Lífsorku jóga er stundum kallað móðir alls jóga. Það er markvisst jógakerfi með eflandi jóga- og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Unnið er að því að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi orkustöðva og víkka vitund okkar. Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga.

Kundalini jóga hentar mjög vel venjulegu fólki sem lifir venjulegu lífi. Með því að ástunda kundalini jóga getum við styrkt taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið og komið jafnvægi á líkama, huga og anda. Við verðum sveigjanlegri og styrkjum bæði líkamlegt og andlegt úthald fyrir lífið sjálft. Jóga eykur andlega orku og gefur okkur innri frið og styrk til að mæta verkefnum dagsins. Jóga þýðir sameining. Okkar innri sköpunarkraftur sameinast alheimsorkunni og dýpkar tenginguna við óendanleika okkar og tilgang inn í daglegt líf. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast.

Kundalini jóga samanstendur af æfingum eða stöðum (asana), með ákveðinni öndun (pranayama), handa- og fingrastöðum (mudra), líkamslokum (bandha), tónun (mantra) og íhugun (meditation), saman eða í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Þessi vísindi hafa verið kennd í klaustrum á Indlandi og í Tíbet í þúsundir ára og virka eflandi og umbreytandi fyrir sál og líkama.

Í jóga er best að vera berfættur, í lausum (og jafnvel ljósum fötum) og hafa ekki borðað stóra máltíð 3-4 tímum áður. Gott að hafa með sér vatnsbrúsa og drekka vel af vatni eftir tímann. Mjög gott að koma í kyrrð 15 mínútum fyrir tímann og slaka á og leyfa spennu að losna og önduninni að dýpka.

MEÐMÆLI:

Ég fór í fyrsta Kundalini jógatímann minn 2018 og  varð strax mjög hrifin. Það sem heillaði mig mest voru möntrurnar og þær gera það enn, enda þýðir mantra hugarfrelsi, sem er dásamlegt. Ég fann fljótt mun á mér,  meltingin varð virkari,  meira andlegt jafnvægi,  varð rólegri og liðugri. Eitt sem kom skemmtilega á óvart var að vöðvabólgan í öxlunum hvarf. ”  Hólmfríður Lillý

“Með daglegri ástundun Kundalini Yoga á morgnana, fæ ég þá líkamlegu orku og skýrleika í huga sem gerir mér kleift að taka á móti og sinna verkefnum dagsing og afkasta mun meir en áður og af meiri yfirvegun.  Einn til einn og hálfur tími á morgnana skilar sér margfalt til baka yfir daginn. Kundalini Yoga er eins og túrbó hleðsla – þvílíkur orku- og gleðigjafi”  Hálfdan

“Kundalini jógatíminn gerir mest fyrir mig því hann sameinar allt það besta, teygjur, styrkir hrygg og kjarnavöðva, hugeiðsla og slökun. Þetta hittir í mark hjá mér, eins og þú sagðir, að mæla aldur í liðleika hryggjarins, það sem þú sagðir um kamelljónið og að finna hið sanna sjálf. Ég er að ganga í gegnum erfiðleika og þessir jógatímar sem ég hef mætt í, hjá Jógasetrinu, hafa svo sannarlega gert meira fyrir mig en nokkur líkama og sálarrækt sem ég hef farið í.” GB

Nánar um Hatha jógaflæði

Smile, breathe and go slowly.  ~Thich Nhat Hanh

JÓGAFLÆÐI / Hatha
HATHA er ein þekktasta tegund jóga á vesturlöndunum. HA þýðir sól og THA þýðir máni. Unnið er með  að flæða mjúklega inn og úr jógastöðum (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægi styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás. Grunn líkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru mismunandi útfærslur sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt.

Þegar við hægjum á önduninni þá róast hugurinn og við styrkjum meðvitund um augnablikið hér og nú. Í hringrás öndunar skapast eins konar hugleiðsluástand í jógastöðunum, einbeiting og jafnvægi í líkama, tilfinningum og huga. Þannig opnar jóga glufu fyrir sálartengingu þar sem við skynjum okkur tengd og í einingu við allt.

JÓGAFLÆÐI
Mánud. og miðvikud. og föstud. kl. 17.15-18.30 (hatha / jóga nidra )
og laugardaga kl. 10.00

MJÚKT JÓGA
Þriðjud. og fimmtudögum kl. 10.00 – 11.15
Sami grunnur en farið hægar og mýkra inn í allar stöður.

Hlustum á líkamann: Mismunandi styrkleikur er á tímunum.
Kraftmikið flæði á mánud. og miðvikud. kl. 17.15 og laugard. kl. 10.00.
Mýkri tímar eru á þriðjud. og fimmtudagsmorgnum kl. 10.00 og föstudögum kl. 17.15.

OPIÐ KORT:
Í Opnu Korti er opið í alla bláa tíma í stundarskrá, Hatha/ Jóga nidra og Kundalini jóga. Hægt er að koma í staka tíma.

KENNARAR: Auður  / Arna Rín /  Edda /  Halla 

STUNDASKRÁ

“Mig langar til að deila með ykkur að ég var að koma úr yyyyndislegum tíma. Ótrúlega meðvitað jóga þar sem öndunin leiðir æfinguna. Fyrir mér gerir þessi vinyasa viðbót Jógasetrið að hinu fullkomna “one stop shop” fyrir jóga með kundalini, vinyasa og nidra í hæsta gæðaflokki. Hvílík blessun! Takk Auður Bjarnadóttir 🙏 P.s. þetta er ekki kostuð færsla, ég er bara svona hrikalega ánægð. 😂❤️ Hvet ykkur til að prófa.” HA

Inhale, and God approaches you.  Hold the inhalation, and God remains with you.  Exhale, and you approach God.  Hold the exhalation, and surrender to God.  ~Krishnamacharya

Nánar um Jóga Nidra
“Lífið er ekki verkefni til að leysa heldur leyndardómur til að uppgötva” Amrit Desai 

JÓGA NIDRA

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir.  Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!

Jóga Nidra leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund. Leitt er inn í slökunina með mismunandi hætti og smám saman er farið inn á dýpstu svið slökunar. Þar getur líkaminn heilað sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.

Í tímunum er farið í mjúkar jógastöður í 30 – 40 mínútur áður en farið er í djúpslökunina.
Gott er að hafa með sér augnpúða eða klút til að leggja yfir augun.

TÍMAR:
Þriðjud. og Fimmtudagar kl. 10.00 – 11.15 Mjúkt jóga og Nidra – Arna Rín / Edda Jóns

Mánudagar  kl. 17.15 – 18.30  – Jógaflæði með Nidra slökun –  Halla Hákonardóttir
Miðvikudaga kl. 17.15-18.30  –  Jógaflæði með Nidra slökun –  Arna Rín Ólafsdóttir
Föstudaga kl. 12.00 – 13.00   –   Mjúkt jóga með Nidra slökun – Auður Bjarnadóttir
Föstudaga kl. 17.15 – 18.15  –    Mjúkt jóga með Nidra slökun  – María Margeirsdóttir

Kröftugra Jógaflæði á mánud. og á miðvikudögum en mýkra á föstudögum.

Vinsamlegast mætið tímanlega til að skapa kyrrð í stundina frá upphafi.

Archives

Pin It on Pinterest

Share This