Opið kort

GILDIR FYRIR:  KUNDALINI / HATHA JÓGAFLÆÐI / JÓGA NIDRA  / YIN JÓGA

VORÖNN  2. janúar – 31. maí 2020


MORGUNTÍMAR – HÁDEGI – SÍÐDEGI OG KVÖLDTÍMAR

Verið hjartanlega velkomin í Jógasetrið í fjölbreytta stundarskrá.  Það er velkomið að blanda saman Kundalini,  Jógaflæði ( hatha)  Jóga Nidra, og  Yin jóga til að fá styrk, kjark, áræðni, mýkt og djúpa slökun inn í lífið.  Frábærir kennarar deila reynslu sinni og þekkingu.  Sturtur á staðnum. Verið velkomin í frían prufutíma.

 

OPIÐ KORT
Frjáls mæting í opna tíma í Kundalini jóga, Hatha jógaflæði,   Jóga Nidra  og YIn (gildir í alla tíma nema lokuð sérnámskeið) Í boði eru mánaðarkort – 10 tíma kort – annarkort eða árskort.

SADHANA 
Auglýst sérstaklega kl. 06.00-08.30 að morgni dags  – Nánar um Sadhana HÉR

Stundaskrá
Nánar um Kundalini jóga
Nánar un Hatha Jógaflæði 
Nánar um Jóga Nidra
Nánar um Yin jóga

 

Nýir tímar í Yin Yoga.

Yin nálgun á jógíska iðkun merkir að áherslan er á að fara hægt og rólega inní jarðtengjandi og opnandi stöður (asana) ásamt því að hlusta eftir öndun.

Flestar stöðurnar eru iðkaðar sitjandi eða liggjandi þar sem líkaminn fær að dvelja í nokkrar mínútur í hverri stöðu.
Boðið verður uppá að nota kjarnaolíur til að styðja við þessa iðkun og stuðla að því að dýpka öndun og róa hugsanaflökt.
Hver stund endar á djúpnærandi jóga nidra Gong slökun.

Kennt er á mánud. kl. 10.00 og  þriðjud. og fimmtud. kl 18:45 – 20:00
Mælt er með því að mæta í þægilegum, hlýjum fötum, jafnvel með ullarsokkana meðferðis.

Dýnur, púðar, teppi og aðrir nytsamir fylgihlutir eru á staðnum, þó er auðvitað velkomið að koma með eigin búnað.
KENNARAR:
María Ásgeirsdóttir á mánudögum
Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir á þriðjud. og fimmtudögum

SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ
LEIÐBEININGAR UM SKRÁNINGU

 

“Ég má til með að senda þér línu af upplifun minni á  tímanum í gær sem var sko hreint yndislegur og frábær. Ég fylltist svo mikilli orku og gleði og fann svo mikla spennulosnun í líkamanum, að ég hristist og skalf, lengi lengi alveg geggjað.  Svo á leiðinni heim þá hoppaði uppúr mér hátt og  snjallt: Wahe guru og ég skellihló að þessum óvæntu viðrögðum, og stuttu seinna endurtók þetta sig, ” Brynhildur

Grunnnámskeið Kundalini jóga

 ” Að vekja upp innri eldinn og vakna til þín ”

Grunnnámskeið í Kundalini jóga  4. – 29. febrúar

Þriðjudaga og  fimmtudaga kl. 20.15 – 21.30
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundaskrá á meðan á námskeiðinu stendur.

Verð: 18.000

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kennari: María Margeirsdóttir 
María er menntaður grafískur hönnuður. Hún útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2015 og svo Jóga Nidra kennari árið 2018. Kundalini jóga kynntist hún fyrst árið 2005 og heillaðist af þessum magnaða og umbreytandi lífstíll sem tengir saman huga, líkama og sál á svo góðan og fallegan hátt. María hefur kennt starfsfólki á Landsspítalanum um árabil og í Jógasetrinu.
 

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.

“Með daglegri ástundun Kundalini Yoga á morgnana, fæ ég þá líkamlegu orku og skýrleika í huga sem gerir mér kleift að taka á móti og sinna verkefnum dagsing og afkasta mun meir en áður og af meiri yfirvegun.  Einn til einn og hálfur tími á morgnana skilar sér margfalt til baka yfir daginn. Kundalini Yoga er eins og túrbó hleðsla – þvílíkur orku- og gleðigjafi” Hálfdan

“Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina”
“Vibrate the cosmos and the cosmos clears the path” Y. Bhajan

Meira um kundalini jóga HÉR

Meðgöngujóga

” Kyrrðin er móðir viskunnar –  Kyrrlát móðir er vitur móðir “

 

MEÐGÖNGUJÓGA 

Í Meðgöngujóga leggjum við áherslu á öndun,  teygjur,  styrkjandi æfingar, hugleiðslu og slökun.   Djúp öndun og slökun er einn mikilvægasti undirbúningur fyrir góða fæðingu. Við leggjum einnig áherslu á  sjálfsstyrkingu konunnar og líkamlega og andlega vellíðan fyrir fæðingu og móðurhlutverkið.

Óteljandi fæðingar – og reynslu sögur kvenna hafa staðfest að jóga er einn besti undirbúningur fyrir góða fæðingu enda hvetja flestar ljósmæður konur til að stunda jóga á meðgöngunni. Barnshafandi konur finna að jóga ástundun á meðgöngunni bætir andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Jóga stuðlar að betri meðvitund og tengingu við líkamann, hugarástand og tilfinningar. Með rólegri athygli dýpkar innsæið og öryggi og sjálfstraust eflist. Í jóga gefur konan meðgöngunni, sjálfri sér og barninu sérstaka athygli og er hvött til að bera ábyrgð á eigin heilsu og vera virk og skapandi í fæðingunni.

“Kona sem stýrir fæðingu sinni öðlast styrk fyrir lífstíð”.  Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir

Við bjóðum upp á frjálsa mætingu, opið kort í alla meðgöngujógatímana.  Við hvetjum þig líka til að nýta þér Jóga Nidra djúpslökun á föstudögum sem er einnig innifalið.  Flestar konur byrja í meðgöngujóga á 14 –16 viku og eru fram að fæðingu. Það er þó aldrei of seint að byrja og hægt að byrja hvenær sem er á meðan við höfum pláss.

Velkomið að koma í frían í prufutíma á meðan pláss leyfir – Bara að mæta og heilsa okkur á deskinu!

STUNDASKRÁ 2020
Mánudaga og miðvikudaga  kl. 18.45 – 20.00
Þriðjudaga og fimmtudaga   kl. 12.00 -13.15
Laugardagar kl. 11.30 -12.40

Jóga Nidra
Föstudagar   kl. 12.00-13.00
Föstudagar   kl. 17.15-18.30

Nánar um Jóga Nidra: HÉR 

KENNARAR: Auður Bjarnadóttir, Elva Rut Helgadóttir, Guðrún Theódóra Hrafnsdóttir, Júlía Dalrós og Þorgerður Sveinsdóttir.

SKRÁNING: Vinsamlegast skráðu þig í gegnum heimasíðuna. Þannig hefur þú bestan aðgang að þínu korti til að fylgjast með etc. Ef eitthvað vefst fyrir þér komdu þá og við hjálpum þér eða senda email: jogasetrid@jogasetrid.is

Athugið: Allar skráningar á námskeið eru endanlegar, kort eru ekki endurgreidd. Undanþágur ef um veikindi er að ræða, þá ber að framvísa læknisvottorði.

FACEBOOK  MEÐGÖNGUJÓGA HJÁ AUÐI

 

PARANÁMSKEIР með Auði Bjarnadóttur og Áslaugu Birnu Jónsdóttur ljósmóður og nuddara.

PARASTUND – 6000 kr. fyrir parið.

PARANÁMSKEIÐ Á MEÐGÖNGU   Sunnudag 12. janúar  kl. 15.00 – 18.00
Fyrir konur settar í febrúar og byrjun mars  og  maka / eða aðstandanda

PARANÁMSKEIÐ Á MEÐGÖNGU   Sunnudag  9. febrúar  kl. 15.00 – 18.00
Fyrir konur settar í lok febrúar og mars  og  maka / eða aðstandanda

Á ca. 4-6 vikna fresti bjóðum við upp á “Parakvöld” / Parastund  þar sem makinn mætir með, eða sá sem aðstoðar í fæðingu. Farið er í jógaöndun og ýmsan undirbúning fyrir fæðinguna, nudd, ásamt ýmsum góðum ráðum. Rannsóknir sýna að góður stuðningur maka í fæðingum hefur jákvæð áhrif á líðan konunnar og minna um inngrip í fæðingu.

” Get ekki mælt meira með þessu námskeiði og svo vorum við svo heppin með að fá hana Áslaugu sem ljosmóður þegar við áttum okkar stelpu í október algjör draumur ” 😊  Erla María

ATH:
Paranámskeiðið er griðarlega vinsælt og því aðeins fyrir konur sem eru í meðgöngujóga í Jógasetrinu, nema losni pláss.

Vinsamlegast sendu okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is til að skrá þig, og muna að senda okkur líka nafn maka eða aðstandanda og láttu vita að þú sért hjá okkur í meðgöngujóga. Takk!

 

UMSAGNIR OG MEÐMÆLI ÚR MEÐGÖNGUJÓGA

 “When a woman owns her birth she owns her life”.

Auður Bjarndóttir hefur verið leiðandi í meðgöngujógakennslu í undanfarin 19 ár og finnst unun að sjá konur (líka frumbyrjur) finna styrkinn sinn og áræðni til að fæða börnin sín í ró yfirvegun og öryggi. https://jogasetrid.is/um-okkur/kennarar/

“Líkaminn er hof, hugsaðu vel um hann. Hugurinn er orka, stilltu hana. Sálin er útgeislun, stattu á bak við hana”  Yogi Bhajan

FÆÐINGARSÖGUR
Jóga minnir okkur stöðugt á að anda inn í hvert augnablik og umfaðma hvert andartak. Í jóga fyrir barnshafandi leitumst við við að skapa samfélag, spjöllum annað slagið, tökum bumbumyndir og fáum fæðingarsögur.

MYNDIR FRÁ MEÐGÖNGUJÓGA

JÓGA Á MEÐGÖNGU: RANNSÓKN FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS – „Fjallað er sérstaklega um meðgöngujóganámskeið Auðar Bjarnadóttur í Lótus Jógasetri“ eftir Hildi Ármannsdóttur.

MBL þættir um fæðingar, brjóstagjöf og fleira:
http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/thaettir/born/78153/

WOMB conference: Frábær heimasíða, hægt að hlusta á reynslubolta víða að úr heiminum: http://www.wombconference.com/

 

VERÐ 2020
1 stakur mánuður   13.500 kr.
2 mánuðir saman   24.000 kr.
3 mánuðir saman   33.000 kr.
4 mánuðir saman   40.000 kr.
5 mánuðir saman   48.000 kr.
1 vika 4500kr.

ATH: hægt að skipta greiðslum á netinu ef keyptir eru 2 mánuðir eða fleiri.
Í lok meðgöngu er hægt að bæta við stökum vikum. Ef þú hefur verið í 3 mánuði eða lengur, þá ertu heiðursgestur okkar frá 40 viku og fram að fæðingu – í okkar boði!

Þú byrjar þegar þér hentar. 

SKRÁNING

Leiðbeiningar um skráningu

Athugið: Allar skráningar á námskeið eru endanlegar, greiða þarf allt gjald áður en námskeið byrja. Kort eru ekki endurgreidd, ef um veikindi er að ræða, þarf að framvísa læknisvottorði gegn því að fá að leggja kortinu.

KLÆÐNAÐUR: Best er að vera berfættur og í fötum sem ekki þrengja að. Dýnur, púðar og teppi á staðnum.

KOMA MEÐ: Vatnsflösku, gott að hafa nært sig með léttri máltíð 2 klst. fyrir jóga á meðgöngunni.

MEÐGANGA OG JÓGA
Fæðing hverrar konu er einstök reynsla, ekki sjúkdómur, heldur eðlilegur hluti af náttúrunni og hverri konu eðlislæg. Þeim mun öruggari sem konan er þeim mun betur getur hún tekist á við fæðinguna og notið hennar. Jóga styrkir og opnar líkamann, eykur mýkt og sveigjanleika, dregur úr verkjum, bætir líkamsstöðu, auðveldar djúpslökun og færir vellíðan.

Betri öndun eykur súrefnis-og blóðflæði og bætir þannig heilsuna og svefninn. Öndunin er leiðarljósið í jóga og með meðvitaðari öndun tengjum við huga og líkama, vitundina við æðri vitund og opnum glufu fyrir sálina.

“Ég eignaðast mitt fyrsta barn í byrjun júní og átti yndislega fæðingu sem ég þakka fyrst og fremst meðgöngujóganu sem ég stundaði frá 18. viku. Haföndunin virkaði mjög vel fyrir mig en held það hafi samt verið hugarfarið sem gerði gæfumuninn. Var ótrúega afslöppuð og fannst ég alltaf hafa fullkomna stjórn á aðstæðunum án þess samt að reyna að stýra neinu. Alveg dásamlegt!” -Marta

 

Ef eitthvað er óljóst hafið samband á:  jogasetrid@jogasetrid.is,  778-1000 (Auður 846 1970)

Mömmujóga

MÖMMUJÓGA

“Í augum þeirra sem ég elska sé ég ást Guðs, í sumargolunni skynja ég kærleika hans og söngur fuglanna opinberar mér fegurð hans.”

Mömmujóga er námskeið þar sem mæður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman.  Áhersla er lögð á jóga fyrir móðurina; styrking eftir fæðinguna, teygjur og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í æfingum móðurinnar, leikjum, tónlist og slökuninni í lokin. Mömmujóga er frábært tækifæri til að hitta aðrar mæður, deila reynslu sinni og njóta samveru í rólegu umhverfi. Vikulega er farið út að borða eftir tímana fyrir þær sem vilja.

Í Mömmujóga bjóðum við mæðrum að koma með börnin sín  tvisvar í viku frá 6-8 vikna allt upp í 11-12 mánaða. Einnig eru mæður velkomnar í aðra tíma í stundaskrá.

NÝTT NÁMSKEIÐ VOR 2020

9. mars – 30. apríl

Þriðjud. og fimmtud . kl. 10.15 – 11.30
Mánud. og miðvikud. kl. 14.00 – 15.15
Einnig er velkomið fyrir mæðurnar að koma í aðra tíma í stundaskrá. (barnlaust)

Verð 24.000 kr – 8 vikur.

NÚVERANDI NÁMSKEIÐ
7. janúar – 6.mars
Þriðjud. og fimmtud . kl. 10.15 – 11.30
Mánud. og miðvikud. kl. 14.00 – 15.15
Einnig er velkomið fyrir mæðurnar að koma í aðra tíma í stundaskrá. (barnlaust)

Verð 26.000 kr. – 9 vikur

Kennarar:  Auður Bjarnadóttir  / Eygló Lilja Hafsteinsdóttir / Guðrún Theódóra Hrafnsdóttir

SKRÁNING HÉR

PABBAJÓGA –  Látið endilega vita hvort er áhugi fyrir PABBAJÓGA og við söfnum í hóp?

Mömmujóga myndir

Meðmæli úr mömmujóga:
“Þegar ég eignaðist mitt þriðja barn hlakkaði ég mikið til að byrja aftur í mömmujóga hjá Auði en þar hafði ég verið í fyrra fæðingarorlofi.  Jógadagar eru uppáhaldsdagarnir mínir í vikunni, en þar hittast mömmur í fæðingarorlofi með ungana sína í notalegu umhverfi og gera æfingar sem bæði liðka og styrkja líkamann eftir meðgöngu.  Okkur mæðgum finnst báðum mjög skemmtilegt þar sem æfingarnar eru sniðnar bæði að mömmunni og barninu sem er þátttakandi í tímanum. En jógað gefur mér svo miklu meira en bara æfingarnar, í jóganu er samfélag af mæðrum með börnin sín, þar hittumst við og spjöllum og kynnumst hvor annarri og börnin læra að vera í kringum önnur börn.  Við mömmurnar  förum líka reglulega út að borða eftir jógatíma, félagsskapurinn er frábær og gefandi í fæðingarorlofinu.  Auður er líka dásamlegur kennari sem er í senn hvetjandi og með mjög hlýja nærveru og fyllist ég ró í hvert sinn sem ég stíg inn fyrir dyrnar í jógasetrinu.  Þá hjálpar jógað ekkert síður með andlegu hliðina en þá líkamlegu því í jóganu er ég minnt  á að treysta á sjálfa mig, bæði í móðurhlutverkinu sem og í lífinu, en einnig er ég minnt á að njóta hverrar stundar í núinu, sem er mjög mikilvægt að muna í amstri dagsins.” Þura

“Mömmujóga rokkar” Mér finnst mömmujóga frábært! Þar fæ ég líkamlegt aðhald eftir meðgöngu og barnið mitt er þáttakandi. Það getur verið auðvelt að týna sjálfri sér í nýja barninu sínu og mér finnst mömmujóga styrkja mig á líkama og sál um leið og það styrkir tengingu mína við barnið mitt. Kristrún

“Það tærasta í heiminum er hjarta móðurinnar. Það getur hreyft við alheiminum. Það getur haft áhrif fram yfir allar takmarkanir.” 

MYNDIR FRÁ MÖMMUJÓGA

“The purest thing in the world is the heart of the mother… It can move the universe. It can cause an effect beyond limitation.” –Yogi Bhajan

“HVAÐ Á ÉG AÐ GEFA BARNINU MÍNU AÐ BORÐA?”
EBBA GUÐNÝ KEMUR TIL OKKAR Í HEIMSÓKN  MEÐ FRÁBÆRT NÁMSKEIÐ

http://www.pureebba.com/

 

Krakkajóga

“ Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera”

 


“Vá, ég vissi ekki að það væri hægt að njóta svona vel úti í grasinu og náttúrunni. Það er betra að vera í jóga en að borða grjónagraut.”

NÝ NÁMSKEIÐ 12. janúar – 5. apríl 

KRAKKAJÓGA   4 – 7 ára með foreldrum
Sunnudaga  kl. 11.30 – 12.20
12. janúar – 5. apríl 
22.000 kr.
Kennarar: Guðbjörg Arnardóttir og María Shanko

KRAKKAJÓGA   8 – 11 ára
Sunnudaga  kl. 12.30 -13.30
12. janúar – 5. apríl 
22.000 kr.
Kennarar: Guðbjörg Arnardóttir og María Shanko

20% afsláttur fyrir systkini.
Skrá barn á námskeið

Möguleiki er að nota frístundastyrk ef námskeið eru 13 vikur eða lengri. Þá þarf foredri að skrá sig sjálft fyrst inn í kerfið sem forráðamaður og síðan barnið.

 

 

 

 

 

 

Áherslan í KRAKKAJÓGA er leikur og gleði. Börnin læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeingu og samhæfingu. Einnig léttar en áhrifaiklar hugleiðslur. Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum og öndun. Börnin eru dásamlega fljót að tileinka sér jógað. Og finna það hjálpa í lífi og leik! 

 

“Við erum mjög svo ánægð með krakkajóga. Guðrún Eva 4 ára er alltaf spennt að fara og ánægð með tímana. Það hentar okkur vel að tímarnir séu eins upp byggðir en þó er alltaf einhver ný útfærsta og nýjar æfingar í hvert skiptið. Eins en ekki eins 😉 Frábærir tímar og frábær kennari”. Kv.Kristín

“Ég vilt þakka fyrir okkur. Stelpan mín  er rosalega ánægð hjá ykkur . Hún er alltaf koma svo gloð frá jogatimunum og ég sé lika breytingu. Nú gerir hún alls konar joga stöður sem hún vildi ekki gera fyrrr en hún byrjaði í yoga hjá ykkur. Takk fyrir ” Kær kveðja Shikha 

KRAKKAJÓGA  4 -7 ára með foredrum
Sunnudaga  11.30 – 12.20

Á námskeiðinu jóga fyrir börn er lögð áhersla á jógastöður, öndun, möntrur og hreyfingar í gegnum leik og blandast þar spuni og dans með tónlist. Námskeiðið er mjög fjölbreytt og oft stuðst við mismunandi þema til auka enn á fjölbreytnina.  Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum og öndun. Foreldri tekur virkan þátt, hjálpar og hvetur barnið.

KRAKKAJÓGA 8-11 ára
Sunnudaga  kl.12.30 – 13.30 

Kenndar eru ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Við gerum líka einfaldar öndunaræfingar, syngjum möntrur með hreyfingum, förum í leiki, kynnumst jógafrosknum Manduk, gerum stuttar hugleiðslur og endum alla tíma á slökun. Í krakkajóga verður að vera gaman, við æfum okkur í að treysta hvort öðru og samþykkja að það er nóg að vera þú sjálf/ur alveg eins og þú ert.
Kennarar  Álfrun Helga Örnólfsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir

JÓGA  fyrir UNGLINGA  12-15 ára
Ekki á vorönn 2020.
Á námskeiðinu er tvinnað saman skemmtilegum jógastöðum, öndunaræfingum, hugleiðslu og slökun. Jóga gefur okkur orku, styrk, gleði og kyrrð. Sérstök áhersla er lögð á æfingar sem hjálpa til að kyrra hugann og tengja inn á við. Jóga er fyrir alla: íþróttatýpur, bókaorma, stirða sem liðuga, stráka og stelpurJóga eflir þína persónulegu tengingu við þig sjálfa(n). Við keppumst ekki um að vera best í jóga heldur er markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.
Kennari Álfrún Örnólfsdóttir 

ATHUGIÐ: Skráður er fyrst forráðamaður í Nýskráningu, síðan kemur nafn barns undir NÝR IÐKANDI og þaðan er námskeiðið valið og greitt.

Leiðbeiningar og SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ JÓGASETURSINS

KRAKKAJÓGA Mynddiskur frá Þingvöllum
DVD Krakkajóga  – fæst í Jógasetrinu

“Sonur minn, á þriðja ári, biður mig kvölds og morgna um að spila diskinn dásamlega: Krakkajóga. Hann elskar að gera öll dýrin með Auði og krökkunum á sólskinsdegi á Íslandi. Gera jóga með krakkar! hrópar hann yfir morgunmatnum og síðan aftur yfir kvöldmatnum.  Hann reynir að gera allar jógastellingarnar með furðu góðum árangri. Þetta er alveg frábær diskur. ”   Auður Jónsdóttir rithöfundur

“Það er hamingjuréttur hverrar manneskju að vera hraust, heilbrigð og hamingjusöm”

MEÐMÆLI
Við erum búin að vera alveg gríðarlega ánægð með hana Guðbjörgu, hún tekur alltaf vel á móti krökkunum og sýnir svo mikla umhyggju. Við viljum bara þakka Guðbjörgu fyrir að sinna dóttur okkar alltaf svo vel.

A…… elskar jógað hjá ykkur. Hún glímir við mikinn kvíða, lélega sjálfsmynd og stress sem hefur hamlað henni mikið í öðrum íþróttum. Núna nýtur hún sín til fulls og hlakkar til hvers tíma. Á móti jóganu stundar hún sund einu sinni í viku. Við myndum bara helst vilja hafa fleiri jógatíma í viku. Ég mæli hiklaust með þessum dásamlegu tímum. 

Sögur frá krökkum

Skrá barn á námskeið í KRAKKAJÓGA

Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50C  –  Fyrirspurnir á  jogasetrid@jogasetrid.is

Jóga fyrir 60+

“Þegar ég kem úr jóga þá á ég bara allan heiminn”   Magga  88 ára

 

NÚVERANDI NÁMSKEIÐ
7. janúar –  27. febrúar
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00 – 15.00
8 vikur  –  21.000 kr.

Kennarar: Auður Bjarnadóttir og María Margeirsdóttir

Verið velkomin að prófa – takið vini með! Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, gleði, liðleika, hugleiðslu og slökun.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.

MEÐMÆLI:
“Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega. ”  Bkv. Sigrún Björnsdóttir

Þetta námskeið fyrir 60 + er yndislegt, mér líður alltaf frábærlega vel eftir tímana,  ég sef mikið betur og líður á allan hátt mikið betur eftir að ég byrjaði í þessum jógatímum.” Helga

Bestu þakkir Auđur fyrir 60+ timana ì vetur. Jògatìmarnir hőfđu mjőg gòđ áhrif, bæđi hvađ varđar betra lìkamlegt formi og andlega lìđan. Kristìn Sveinsdòttir 

 

Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c

SKRÁNING ÝTTU HÉR
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (
sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)

“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

Karlajóga“Jóga fyrir karla – líka stirða og stressaða!”

KARLAJÓGA  HEFST AFTUR  6. JANÚAR

Mánudaga og miðvikudaga kl. 20.15 – 21.15.

Mjúkar teygjur , öndun. styrking og slökun í lok tímans.

 

Karlajóga fór á flug með Birgi  haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri karlar þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!

Mánaðarkort  13.500 kr
Vorönn  48.000 kr.

Kennari: Birgir Þ. Jóakimsson  / Þórir Freyr Finnbogason

 
Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: “Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður”. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga. Jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.

Fyrir alla karla og byrjendur velkomnir.  Allir tímarnir enda síðan á góðri slökun.

“I am a man of infinity, in pursuit of my destiny”

Parajóga
PARAJÓGA –  –   PARTNER YOGA – ENGLISH WELCOME
 
Nánar auglýst síðar  – Einnig velkomið að panta fyrir vinahópa.
 
Í Parajóga eru allir velkomnir sem hafa félaga með sér. Hvort sem það er maki, vinur eða fjölskyldumeðlimur. Við njótum þess að gera jóga saman. Gerðar verða jógaæfingar og stöður í sameiningu. Lykilatriðið er samstilling í gegnum öndun, hreyfingu, traust og öryggi. Við dýpkum stöðurnar með mýkt og góðri hlustun.
 
Very welcome with a partner, friend or family member. Yoga exercises and poses to connect, breath stretch and enjoy together!
 

Kennarar: Halla Hákonardóttir og Þórir Freyr Finnbogason

Halla er jógakennari og fatahönnuður. Hún var búin að stunda jóga í mörg ár en uppgötvaði kundalini jóga eftir kulnun. Jógað hafði svo góð andleg áhrif á hana að hún fór í kennaranámið hjá Auði. Síðan hún lauk kennaranáminu 2017 hefur hún unnið í Jógasetrinu. Vorið 2018 fór Halla til Bali og lét gamlan draum rætast að fara í 200 tíma kennarnám í RA Vinyasa jóga hjá Radiantly alive. Nú í haust öðlaðist hún kennararéttindi í Jóga nidra hjá Jógasetrinu. Halla er með fasta Vinyasa tíma í jógasetrinu en leysir einnig af hatha jóga, mjúkt jóga og kundalini jóga.

Þórir lauk fyrsta stigs kennararéttindum í Kundalini Yoga hjá Jógasetrinu áriđ 2016, 200 stunda réttindum frá Amrit Yoga Institute á Flórida 2017 og fyrr á þessu ári 500 stunda réttindum í Hatha Yoga frá Samatva Yogalaya skólanum í Rishikesh á Indlandi. Kenndi fyrsta parajóga námskeiđ Jógasetursins ásamt Örnu Rín.

 

PARTNER YOGA – ENGLISH WELCOME

Very welcome with a partner, friend or family member. Yoga exercises and poses to connect, breath stretch and enjoy together!

Pin It on Pinterest

Share This