MÖMMUJÓGA


“Í augum þeirra sem ég elska sé ég ást Guðs, í sumargolunni skynja ég kærleika hans og söngur fuglanna opinberar mér fegurð hans.”

Mömmujóga er námskeið þar sem mæður og börn stunda mjúka og styrkjandi en jafnframt skemmtilega og nærandi hreyfingu saman.  Áhersla er lögð á jóga fyrir móðurina; styrking eftir fæðinguna, teygjur og slökun, en börnin fá sannarlega sína athygli líka með því að taka þátt í æfingum móðurinnar, leikjum, tónlist og slökuninni í lokin. Mömmujóga er frábært tækifæri til að hitta aðrar mæður, deila reynslu sinni og njóta samveru í rólegu umhverfi. Vikulega er farið út að borða eftir tímana fyrir þær sem vilja.

Í Mömmujóga bjóðum við mæðrum að koma með börnin sín  tvisvar í viku frá 6-8 vikna allt upp í 11-12 mánaða. Einnig eru mæður velkomnar í aðra tíma í stundaskrá.


NÝTT NÁMSKEIÐ
18. janúar – 14. mars 2021 – 8 vikur
mánud. og miðvikud. kl. 10.15 – 11.30
Einnig er velkomið fyrir mæðurnar að koma í aðra tíma í stundaskrá, (barnlaust).

Verð 24.000 kr.

Kennarar:  Auður Bjarnadóttir

PABBAJÓGA –  Látið endilega vita hvort er áhugi fyrir PABBAJÓGA og við söfnum í hóp?

Meðmæli úr mömmujóga:
Þegar ég eignaðist mitt þriðja barn hlakkaði ég mikið til að byrja aftur í mömmujóga hjá Auði en þar hafði ég verið í fyrra fæðingarorlofi.  Jógadagar eru uppáhaldsdagarnir mínir í vikunni, en þar hittast mömmur í fæðingarorlofi með ungana sína í notalegu umhverfi og gera æfingar sem bæði liðka og styrkja líkamann eftir meðgöngu.  Okkur mæðgum finnst báðum mjög skemmtilegt þar sem æfingarnar eru sniðnar bæði að mömmunni og barninu sem er þátttakandi í tímanum. En jógað gefur mér svo miklu meira en bara æfingarnar, í jóganu er samfélag af mæðrum með börnin sín, þar hittumst við og spjöllum og kynnumst hvor annarri og börnin læra að vera í kringum önnur börn.  Við mömmurnar  förum líka reglulega út að borða eftir jógatíma, félagsskapurinn er frábær og gefandi í fæðingarorlofinu.  Auður er líka dásamlegur kennari sem er í senn hvetjandi og með mjög hlýja nærveru og fyllist ég ró í hvert sinn sem ég stíg inn fyrir dyrnar í jógasetrinu.  Þá hjálpar jógað ekkert síður með andlegu hliðina en þá líkamlegu því í jóganu er ég minnt  á að treysta á sjálfa mig, bæði í móðurhlutverkinu sem og í lífinu, en einnig er ég minnt á að njóta hverrar stundar í núinu, sem er mjög mikilvægt að muna í amstri dagsins.” Þura

“Mömmujóga rokkar” Mér finnst mömmujóga frábært! Þar fæ ég líkamlegt aðhald eftir meðgöngu og barnið mitt er þáttakandi. Það getur verið auðvelt að týna sjálfri sér í nýja barninu sínu og mér finnst mömmujóga styrkja mig á líkama og sál um leið og það styrkir tengingu mína við barnið mitt.” Kristrún

“Það tærasta í heiminum er hjarta móðurinnar. Það getur hreyft við alheiminum. Það getur haft áhrif fram yfir allar takmarkanir.” 

Mömmujóga myndir

“HVAÐ Á ÉG AÐ GEFA BARNINU MÍNU AÐ BORÐA?”   EBBA GUÐNÝ KEMUR TIL OKKAR Í HEIMSÓKN  MEÐ FRÁBÆRT NÁMSKEIÐ

http://www.pureebba.com/

“The purest thing in the world is the heart of the mother… It can move the universe. It can cause an effect beyond limitation.” –Yogi Bhajan

Pin It on Pinterest

Share This