Mjúkt hatha jóga

Ertu með verki, kvíða, þreytu, þunga? Eða vilt bara koma í mjúka nærandi jógatíma? Þessir tímar hafa fallið í góðan jarðveg og fleiri og fleiri nýta sér hann. Byrjendur velkomnir.

Notalegt mjúkt hatha jóga eftir getu hvers og eins. Góð blanda af mýkjandi æfingum, teygjum, hugleiðslu og slökun. Uppbygging á líkama og sál, fræðsla og andleg örvun. Jógaæfingar eru góðar fyrir taugakerfið, svefninn, ónæmisog innkyrtlakerfið. Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur. Slökunin í lok hvers tíma er nauðsynleg og endurnýjar allt kerfið. Tímarnir eru hluti af opnu korti í Jógasetrinu; hægt að taka mánuð, önnina, árið eða 10 tíma kort. Velkomið að koma og prófa.

ÞRIÐJUDAGA OG FIMMTUDAGA
kl. 10.00 – 11.15

Velkomið að koma í aðra tíma í stundaskrá
Hatha jóga er einnig á mánudögum kl. 17.15 og laugardögum kl. 10.00-11.15..

Skráning í OPIÐ KORT eða 10 tíma kort. VERÐ

Kennarar:  Arna Rín Ólafsdóttir / Auður Bjarnadóttir/ Emma Ásmundsdóttir / Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir

Endilega setjið LIKE  á Jógasetrið Facebook 

Lotus flower

Pin It on Pinterest

Share This