MEÐMÆLI
“Þetta hefur reynst mér alveg ótrúlega vel, og ég er svo þakklát að geta iðkað áfram, þrátt fyrir takmarkanir í þjóðfélaginu. Takk innilega fyrir, og ég verð að hrósa ykkur aftur fyrir góð gæði og metnað, þetta eru svo falleg og vönduð myndbönd. Það gerir svo mikið fyrir upplifunina” Harpa Fönn

HEIMAJÓGA Nú bjóðum við upp á að kaupa góðan netpakka með fjölbreyttum jógatímum með okkar frábæra kennaraliði. Góð blanda af Kundalini Jóga / Hatha / Jógaflæði /  Nidra / Stólajóga  og Fjölskyldujóga. Endilega prófið að gera fjölskyldujóga heima og hafa gaman! Nú er tækifærið heima að kynnast ólíkum tímum og kennurum. Endilega nýttu þér þessa tíma, settu þig í forgang og  búðu helst til daglega rútínu. Gott að finna “jógahreiðrið” þitt. Þú getur aðlagað alla tíma að eigin þörfum. Njóttu vel.

Verum Ljósberar, berum kyndla kærleikans fyrir fólkið okkar og samfélagið. Yoga = Union = Sameining.

Munum að við höfum alltaf og í öllum aðstæðum valið að velja ástina fram yfir óttann. Já svona er lífið ein stór óvissa, ein stór jógaæfing. Eins og fæðingin sjálf. Hún er jú óvissuferðalag. Finndu hvað er gott að VELJA að vera í þínum besta styrk –  sama hvað! 

 

HEIMAJÓGA MEÐ JÓGASETRINU – 14.500 kr.

Hér eru leiðbeiningar til að ganga frá kaupum á netpakkanum:

  1. Smelltu hér á Heimajóga, þá opnast síða þar sem þú getur nálgast netpakkann.
  2. Smelltu á BUY ALL.
  3. Þú þarft að búa til þinn eigin aðgang á Vimeo og fyllir út í Nafn, netfang og velur lykilorð og smellir svo á Join with email. Þú getur líka valið Join with Facebook ef þú kýst það frekar.
  4. Nú ertu beðin/-nn um kortaupplýsingar sem þú fyllir inn í til að ganga frá kaupunum.
  5. Þegar þessu er lokið gæti birst síða þar sem segir Thanks for joining the high-quality home for HD videos með ýmsu valmöguleikum. Ef sú síða birtist farðu aftur á þennan tengil: https://vimeo.com/ondemand/heimajoga. Nú ætti að birtast listi með fjölbreyttum jógatímum sem þú getur nú horft á eins oft og þú vilt.

Ef þú lendir í einhverjum vandræðum hikaðu ekki við að hafa samband með tölvupósti á jogasetrid@jogasetrid.is

Njóttu vel!

Pin It on Pinterest

Share This