MEÐGÖNGUJÓGA – JÓGA HEIM TIL ÞÍN, NETPAKKAR MEÐ JÓGATÍMUM OG FRÆÐSLUEFNI

ATH:
– Þú getur horft á tímann þegar þér hentar
– Þú getur gert tímana aftur og aftur og átt út meðgönguna.
– Fræðsuefnið er sömuleiðis hægt að horfa á aftur eins oft og þú / þið viljið.

Þessa dagana kemst því miður enginn í Jógasetrið vegna Covid – hvorki skráðir iðkendur né konur á biðlistanum góða. En við erum með lausn á því.

Nú bjóðum við upp á að kaupa Meðgöngujógatíma frá okkur í mjög góðum gæðum. Við hvetjum þig til að nýta þér það því inni í tímunum er líka fæðingarfræðsla, andleg hvatning og fleira gott.

„Heimajóga” er líka frábært tækifæri til að fá makann eða fæðingarfélaga meira með inn í jógahugsunina, að læra öndunina og undirbúning fyrir fæðingu.

Endilega nýttu þér þessa tíma, settu þig og barnið þitt í forgang og búðu helst til daglega rútínu. Þú getur aðlagað alla tíma, sett á pissupásu og farið upp í rúm í slökuninni. 

ANDA SLAKA TREYSTA = ÁST 

Elsku barnshafandi kona. Mundu töfraorðið okkar ÁST og mundu alltaf að velja Ástina fram yfir óttann. Já svona er lífið ein stór óvissa, ein stór jógaæfing. Eins og fæðingin sjálf. Hún er jú óvissuferðalag. En þú getur samt farið inn í þína fæðingu örugg með tilhlökkun. Finndu hvað er gott að VELJA að vera í þínum besta styrk fyrir barnið – sama hvað!

“Keep up and you will be kept up” – og lífsorkan svarar!

 

MEÐGÖNGUJÓGA NETPAKKAR.

NETNÁMSKEIÐ 1
5 Meðgöngujógatímar með Auði. 8500kr. Smelltu hér til að nálgast pakka 1
.

NETNÁMSKEIÐ 2
19  Meðgöngujógatímar  ( 15 tímar með Auði ) ásamt fjölbreyttu fræðsluefni og fæðingarsögum, viðtölum við Elvu Rut ljósmóður, Andreu Eyland hina einu sönnu, Doulurnar Soffíu Bærings og Júlíu Dalrós o.fl. 24.000 kr. Smelltu hér til að nálgast pakka 2.

Til að kaupa netpakka smellir þú á BUY ALL. Þú þarft að byrja á því að búa þér til aðgang á Vimeo nema þú eigir aðgang nú þegar. Ef þú lendir í einhverjum vandræðum hikaðu ekki við að hafa samband með tölvupósti á jogasetrid@jogasetrid.is.

Þegar þú hefur keypt þér þinn aðgang þá áttu tímana og getur horft á aftur og aftur þegar þér hentar.

Njóttu vel!

Pin It on Pinterest

Share This