Lærðu að nudda bandvefinn – Nýtt námskeið hefst 16. apríl
Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c
Hvenær: Þriðjudaga 18.45-20.00
16. apríl – 14. maí
Eigin nuddboltar (5 stykki) eru innifaldir í verði að andvirði 12.750 kr.-
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/jogasetrid/1
20% afsláttur fyrir núverandi korthafa hjá Jógasetrinu. Skráning iðkenda: jogasetrid@jogasetrid.is
Meðmæli frá síðasta námskeiði:
Takk kærlega fyrir þetta dásamlega námskeið☺️ og þessa nytsömu samantekt, gott til að muna það sem maður er búinn að læra.
Þetta var dásamlegt námskeið og opnaði fyrir mér nýja vídd hvernig ég get hjálpað líkamanum að slaka á og losa um spennu. Halldóra
Mjög fræðandi og uppbyggjandi námskeið um bandvefinn og hvernig við getum unnið með hann okkur til heilsubótar. Frábær leiðbeinandi með mikla þekkingu á efninu og góða hæfni til að miðla því. Takk fyrir mig. Kveðja Guðrún
Méf fannst námskeiðið vel uppbyggt fróðlekt og auðskilið. Ég er farinn að nota boltana og finnst þeir gera gagn.
Takk fyrir mig kv anna ólōf
Algjörlega ómissandi þekking í endurkomunni eftir fæðingu. Líkaminn vefst saman á svo magnaðan hátt. Stífleiki hér á sér uppruna þar og heildin vefst saman með bandvefnum. Arna kenndi mér gefandi leiðir til að losa um áralanga spennu í fótum og mjóbaki ásamt því hvernig andleg spenna getur setið í líkamanum. Margþætt þekking sem ég mun svo sannarlega njóta góðs af til frambúðar.
Takk takk takk, Elsa