Ný krakkajóga námskeið 19. janúar til 16. mars 2025

Tveir hópar 4 – 7 ára og 8 – 11 ára

19. janúar til 16. mars 2025 (8 vikur). Frí sunnudagurinn 16. febrúar og framlengjum þess vegna til 16. mars.

KRAKKAJÓGA 4 – 7 ára með foreldrum
Sunnudagar kl. 11.30 – 12.15
Verð: 17.000 kr

KRAKKAJÓGA 8 – 11 ára
Sunnudagar kl. 12.30 – 13.30
Verð: 17.000 kr

Frístundakort og 20% systkinaafsláttur

Frábær reyndur kennari, María Shanko.

Kenndar eru jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu.

Námskeiðið er mjög fjölbreytt og oft stuðst við mismunandi þema til auka enn á fjölbreytnina. Gott flæði hreyfinga einkennir tímana þar sem farið er frá einni hreyfingu til annarra án mikillar áreynslu þar sem barnið styrkir líkamsvitund og rýmisgreind. Þarfir og langanir barnsins eru sett í fyrirrúmi. Möntrur eru kyrjaðar, kenndar einfaldar öndunaræfingar og förum í leiki og spuna. Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum sem og öndun.

Í krakkajóga verður að vera gaman, við æfum okkur í að treysta hvort öðru og samþykkja að það er nóg að vera þú sjálf/ur alveg eins og þú ert.

„Gefðu barninu þínu gjöf að anda, slaka, leika, finna, njóta og vera“

„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og hamingjusöm“