JÓGAJÓL –  8 – 11 ára
29. nóvember – 10. janúar
Sunnudaga kl. 12.30 – 13.30
12.500 kr. – 7 vikur
Kennari: Guðbjörg Arnardóttir
Krakkajóga hefur hjálpað mörgum börnum með kvíða og að fá betra sjálfstraust. Svo er ýmislegt meira spennandi í jóga verkfærakistunni fyrir daglega lífið.
Kenndar eru jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Námskeiðið er mjög fjölbreytt og oft stuðst við mismunandi þema til að auka enn á fjölbreytnina. Gott flæði hreyfinga einkennir tímana þar sem farið er frá einni hreyfingu til annarra án mikillar áreynslu þar sem barnið styrkir líkamsvitund og rýmisgreind. Þarfir og langanir barnsins eru sett í fyrirrúmi. Möntrur eru kyrjaðar, kenndar einfaldar öndunaræfingar og förum í leiki og spuna. Í lok tímans er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum sem og öndun. Í krakkajóga verður að vera gaman, við æfum okkur í að treysta hvort öðru og samþykkja að það er nóg að vera þú sjálf/ur alveg eins og þú ert.
Sunnudaga kl.12.30 – 13.30
29.nóvember
6. 13. 20. og 27. desember
3. og 10. janúar
Nánar á https://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/
eða email á jogasetrid@jogasetrid.is

Pin It on Pinterest

Share This