Karlajóga með Bigga hefst mánudaginn 2. september
Mánudaga og fimmtudaga kl. 20.15 -21.15
2. september – 31. desember
Mjúkar teygjur, öndun, styrking og slökun í lok tímans.
Karlajóga fór á flug með Birgi haustið 2015 og nú er kominn sterkur kjarni í karlajóga. Jóga er komið til að vera og æ fleiri þiggja þessi frábæru fræði og jógaiðkun til líkamlegrar og andlegrar vellíðunar!
Ein algengasta athugasemdin sem jógakennarar fá þegar þeir fara að dásama jógaiðkun er: „Jóga er nú ekki málið fyrir mig, ég er nefnilega svo rosalega stirður“. Einnig halda sumir að stressaðir einstaklingar eigi ekkert erindi í jóga, jógaiðkun sé aðeins fyrir sallarólega einstaklinga sem eru með allt sitt á hreinu. Sú er auðvitað alls ekki raunin. Stirðir og stressaðir einstaklingar eru einmitt þeir sem hafa einna mest gagn af því að stunda jóga. Málið er bara að byrja rólega og hlusta vel á líkamann.
„I am a man of infinity, in pursuit of my destiny”.
Mundu að hafa með þér vatnsbrúsa. Velkomið að hafa með sér eigin dýnu, púða og teppi.