Jógaþerapía   

Fyrir hvern er jógaþerapía?

 

  • Fyrir hvern þann sem vill dýpka sína persónulega tengingu til að öðlast vellíðan og heilbrigði líkamlega og andlega.

Áhrif jógaþerapíu:

 

  • Að rækta meðvitund hins flæðandi hugar
  • Hæfileikann til að tengjast líkamanum og tjáningu hins innra þels
  • Þiggja dýpri eftirgjöf á almennt stífum svæðum
  • Læra jógstöður sem losa um spennu, færa hana upp á yfirborðið og gefa henni lausn. Stöðurnar eru bæði unnar með líkamlegum stuðningi (prop) og leiðbeiningu (facilitator)

More information in English on Kamini Desai/ See Kaminis webpage:

https://www.kaminidesai.com/yoga-therapy

Aðferðin grundvallast á þeirri kenningu að ótjáðar tilfinningar og ófullnægjandi reynsla geti tekið sér bólfestu í líkamanum sem mynstur, sem birtast í lífinu sem tillfiningalegt ónæmi, langvarandi spenna og/eða viðvarandi verkir í líkamanum. Við lærum hvernig meðferðartækni byggð á jóga getur opnað fyrir flæði (prana orku) þannig að flókin samþætting hugar og líkama geti læknað sig innan frá.

Árangurinn skilar sér í djúpstæðri losun andlegrar og tilfinningalegrar spennu, með líkamlegri opnun, og  enduruppröðun orku, sem aftur stuðlar að betri vellíðan og heilsu á líkama og sál.

Einkatímar í Jógaþerapíu / Private sessions for Yoga Therapy:

 Auður Bjarnadóttir: 846 1970

Jóga þýðir sameining. Okkar innri sköpunarkraftur sameinast alheimsorkunni og dýpkar tenginguna við óendanleika okkar og tilgang inn í daglegt líf. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast.

Í jóga er best að vera berfættur, í lausum (og jafnvel ljósum fötum) og hafa ekki borðað stóra máltíð 3-4 tímum áður. Gott að hafa með sér vatnsbrúsa og drekka vel af vatni eftir tímann. Mjög gott að koma í kyrrð 10 mínútum fyrir tímann og slaka á og leyfa spennu að losna og önduninni að dýpka.

Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina

Hreyfðu við orkunni og lífsorkan greiðir leiðina