Jóga fyrir 60+

Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!
NÆSTA NÁMKSKEIÐ  24.okt – 14.des 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-14.30
Verð 19.500 kr. ( 8 vikur )

Kennari: Thelma Björk Jónsdóttir 
Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun.
Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa. Ef þú vilt koma oftar en einu sinni í viku, þá endilega spjallaðu við okkur um fleiri möguleika. Sjá Stundarskrá.
Vertu velkomin til okkar í hlýlega Jógasetrið í Skipholt 50c
SKRÁNING: https://jogasetrid.is/um-okkur/skraning-og-greidsla/
Þú getur líka sent okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is eða skráð þig hjá okkur þegar þú kemur í Skipholti 50c, (sama hús og Pitan og Sveinsbakarí)
“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

images-3

 

Pin It on Pinterest

Share This