ÖNDUN – STYRKING – JAFNVÆGI og GLEÐI
AUKANÁMSKEIÐ Vegna mikillar aðsóknar.
Þriðjud. og fimmtudaga kl. 15.30 -16.30
Verð 21.000 – 8 vikur
Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!
MEÐMÆLI:
Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega. Hlakka til að byrja í haust. Bkv. Sigrún Björnsdóttir
Kennarar: Edda Jónsdóttir og Rósa Matt.
Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun.
Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa.
SKRÁNING á https://jogasetrid.is/namskeid/joga-fyrir-60/ eða sendið email á jogasetrid@jogasetrid.is
Jógasetrið Skipholti 50c. Við tökum vel á móti ykkur.
“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

Pin It on Pinterest

Share This