Hatha Jógaflæði

Smile, breathe and go slowly.  ~Thich Nhat Hanh

HATHA JÓGAFLÆÐI  er ein þekktasta tegund jóga á vesturlöndunum. HA þýðir sól og THA þýðir máni. Unnið er með  að flæða mjúklega inn og úr jógastöðum (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægi styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás. Grunn líkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru mismunandi útfærslur sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt.

Þegar við hægjum á önduninni þá róast hugurinn og við styrkjum meðvitund um augnablikið hér og nú. Í hringrás öndunar skapast eins konar hugleiðsluástand í jógastöðunum, einbeiting og jafnvægi í líkama, tilfinningum og huga. Þannig opnar jóga glufu fyrir sálartengingu þar sem við skynjum okkur tengd og í einingu við allt.

HATHA JÓGAFLÆÐI
Mánud. og miðvikud. og föstud. kl. 17.15-18.30 (hatha / jóga nidra )
Miðvikud. og laugardaga kl. 10.00

Hlustum á líkamann:
Mismunandi styrkleikur er á tímunum.
Kraftmikið flæði á mánud. og miðvikud. kl. 17.15 og laugard. kl. 10.00.
Mýkri tímar eru á miðvikudagsmorgnum kl. 10.00 og föstudögum kl. 17.15.

OPIÐ KORT:
Í Opnu Korti er opið í alla bláa tíma í stundarskrá, Hatha/ Jóga nidra og Kundalini jóga. Hægt er að koma í staka tíma.

KENNARAR: / Auður  / Halla / María Dalberg / Þorgerður 

STUNDASKRÁ

“Mig langar til að deila með ykkur að ég var að koma úr yyyyndislegum tíma hjá Halla Hákonardóttir. Ótrúlega meðvitað jóga þar sem öndunin leiðir æfinguna. Fyrir mér gerir þessi vinyasa viðbót Jógasetrið að hinu fullkomna “one stop shop” fyrir jóga með kundalini, vinyasa og nidra í hæsta gæðaflokki. Hvílík blessun! Takk Auður Bjarnadóttir 🙏 P.s. þetta er ekki kostuð færsla, ég er bara svona hrikalega ánægð. 😂❤️ Hvet ykkur til að prófa.” HA

Inhale, and God approaches you.  Hold the inhalation, and God remains with you.  Exhale, and you approach God.  Hold the exhalation, and surrender to God.  ~Krishnamacharya

 

 

 

Pin It on Pinterest

Share This