Gong slökun á fullu tungli með Benna og Guðrúnu
Fimmtudaginn 23. maí kl. 17:15 – 18:30
GONG – Hið jógíska frumhljóð
Gong hugleiðsla er tónheilun. Það er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir.
NB! Vinsamlegast mætið tímanlega og meldið ykkur á deski. Takk
Ekki mælt með fyrir barnshafandi konur.
FRÍTT fyrir Iðkendur Jógasetursins – bóka í tíma eins og vanalega (innifalið í korti)
Almennt verð 3.500 kr. – kaupa aðgang hér:
https://www.sportabler.com/shop/jogasetrid
https://www.sportabler.com/shop/jogasetrid
Timinn hefst með öndunaræfingu og mjúkri upphitun til að hreyfa við orkunni og gera slökunina ánægjulegri.
Eftir upphitun koma sér allir fyrir í góða slökunarstöðu og njóta áhrifa gongsins. Stutt hugleiðsla í lokin. Velkomið að taka með sér eign teppi, augnhvílur eða þann aukahlut sem hjálpar við að komast í djúpa slökun. Annars eru teppi og púðar líka á staðnum.
Eftir upphitun koma sér allir fyrir í góða slökunarstöðu og njóta áhrifa gongsins. Stutt hugleiðsla í lokin. Velkomið að taka með sér eign teppi, augnhvílur eða þann aukahlut sem hjálpar við að komast í djúpa slökun. Annars eru teppi og púðar líka á staðnum.
“We call it the Music of Wholeness,” – Don Conreaux
Jörðin er um 70% vatn og þyngdarkraftar frá tunglinu og sólinni stjórna hæð sjávarmálsins.
Líkaminn okkar er líka um 70% vatn, þar af er heilinn um 80% vatn.
Margir trúa að tunglkraftarnir hafi einnig áhrif á fólk eins og hafið.
Sagt er að á fullu tungli getum við orðið tilfinninganæmari og fundið fyrir aukinni viðkvæmni. Því er gott að hlúa vel að sér í kringum fullt tungl og leyfa sér að horfa dýpra inn á við og skynja allar tilfinningar meðvitað. Þess vegna er gott að gefa sér tíma í slökun og hugleiðslu til að geta hugsað skýrar, hlustað á innsæið sitt og skynja betur allt það sem við erum að upplifa. Gong slökun er tónheilun. Gongið er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Það hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir. Það er notað sem meðferðarform til að framkalla þeta bylgjur í heila fólks og stuðlar slík tíðni að heilun, endurnæringu og slökun. Hljóðbylgjurnar frá gonginu hafa reynst mörgum vel sem eru að endurstilla sig og skapa jafnvægi á ný eftir streitutímabil og áföll.
Gong er notað sem óhefbundin hljóðmeðferð um allan heim í dag. Aðallega innan jógískra og andlegra hefða.
Líkaminn okkar er líka um 70% vatn, þar af er heilinn um 80% vatn.
Margir trúa að tunglkraftarnir hafi einnig áhrif á fólk eins og hafið.
Sagt er að á fullu tungli getum við orðið tilfinninganæmari og fundið fyrir aukinni viðkvæmni. Því er gott að hlúa vel að sér í kringum fullt tungl og leyfa sér að horfa dýpra inn á við og skynja allar tilfinningar meðvitað. Þess vegna er gott að gefa sér tíma í slökun og hugleiðslu til að geta hugsað skýrar, hlustað á innsæið sitt og skynja betur allt það sem við erum að upplifa. Gong slökun er tónheilun. Gongið er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Það hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir. Það er notað sem meðferðarform til að framkalla þeta bylgjur í heila fólks og stuðlar slík tíðni að heilun, endurnæringu og slökun. Hljóðbylgjurnar frá gonginu hafa reynst mörgum vel sem eru að endurstilla sig og skapa jafnvægi á ný eftir streitutímabil og áföll.
Gong er notað sem óhefbundin hljóðmeðferð um allan heim í dag. Aðallega innan jógískra og andlegra hefða.
Benedikt Freyr Jónsson er tónlistarmaður, Kundalini og Yoga Nidra kennari. Hann hefur komið víða við í tónlistinni en líka kennt í Jógasetrinu í gegnum tíðina.
Guðrún Theodóra er jógakennari og ayurvedískur ráðgjafi, hún kennir kundalini jóga, jóga nidra og meðgöngu- og mömmujóga.
Guðrún hefur iðkað hugleiðslu í langan tíma og nýtir þá reynslu þegar hún spilar á gongið til að viðhalda hlutleysi og leyfa heilun hvers og eins að njóta sín sem best.