Endurnærandi jóganámskeið fyrir mæður langveikra barna
Námskeiðið hefst 23. apríl.
Kennt verður á þriðjudögum frá kl 20:15 til 21.30
Markmiðið með námskeiðinu er að veita mæðrum sem eru að upplifa streitu verkfæri og tækifæri til að finna innri frið og slökun í lífi sínu dag frá degi og að takast á við streitu á endurnærandi hátt.
Námskeiðið verður byggt upp með spennulosandi jógastöðum, öndunaræfingum, jóga nidra og tónheilun.
Allt eru þetta aðferðir sem hafa góð áhrif á streitu og virka vel saman.
Jóga Nidra er form af hugleiðslu þar sem iðkandinn liggur og lætur fara vel um sig og er leiddur inn í djúpa slökun. Þessi tegund af hugleiðslu getur hjálpað til við að losa um streitu, bæta svefn, ná tökum á kvíða, þunglyndi og ýmsum einkennum kulnunar meðal annars.
Iðkandi hefur aðgang að öllum opnum tíma Jógasetursins á meðan námskeiði stendur.
Kennari er Katrín Eyjólfsdóttir
Verð: 16.000 kr