GONG slökun á fullu tungli föstud. 2.okt.

GONG slökun á fullu tungli föstud. 2.okt.

Föstudagur 2 .október kl. 19.00-20.15

Gong hugleiðsla er tónheilun. Það er kraftmikið lækningartæki fyrir taugakerfið, líkama og sál. Gongið hjálpar okkur að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir.

Hljóðin sem gongið framkallar eru hljóð sköpunar, taka þig ýmist upp í himinhvolfið eða djúpt inn í nærandi slökun. Gong slökun er mögnuð leið að “sleppa takinu” og falla frjálst í djúpa innri kyrrð.

Í slökuninni lætur þú fara vel um þig og mögulega munu tónar gongsins opna nýja vídd innra með þér. Og jafnvel aðgang að stað sem er dýpra innra með þér en hugurinn og mannleg heyrn geta náð.

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir er kundalini jóga kennari og hefur sótt sjö námskeið í gongspilun; hið fyrsta árið 2015 hjá Siri Gobal Singh, þrjú árið 2017 hjá Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur og Charlotte Bom og þrjú hjá gongsnillingnum Mehtab Benton árið 2018.

SKRÁNING á jogasetrid@jogasetrid.is

Verð 2500kr
2000kr fyrir iðkendur Jógasetursins

Vinsamlegast komið tímanlega og með eigin dýnu teppi og púða. Og mætið tímanlega og meldið ykkur á deski. Takk

Jógasetrið Skipholt 50c

KRAKKAJÓGA

KRAKKAJÓGA

“Vá, ég vissi ekki að það væri hægt að njóta svona vel úti í grasinu og náttúrunni. Það er betra að vera í jóga en að borða grjónagraut.”

KRAKKAJÓGA  hefst aftur sunnudag 6. september 2020.

https://jogasetrid.is/namskeid/krakkajoga/

Kæru jógar

Kæru jógar

Vonandi höfum við öll notið sumars og sælu, faðmað tré og týnt ber. Að finna einingu og vellíðan í náttúrunni er sannarlega Jóga!  En svo er gott að koma í jógasalinn líka.

Haustið er árstíð umbreytinga. Það er kjarkað og skemmtilegt að fagna umbreytingum og jafnvel óvissunni bæði andlega og líkamlega.  Allt er jú í stöðugu ferli og eina sem við vitum er að allt breytist. ,Að finna traust frið og gleði í gegnum allt, það er jóga”

SKRÁNING
Vegna fjöldatakmarkana í salinn þá þarf að skrá sig fyrirfram í tímana. Til að skrá sig þá vinsamlegast sendið okkur email á jogasetrid@jogasetrid.is. Fyrir morgun og hádegistímana er gott að fá skráningu kvöldið áður, fyrir síðdegistímana, senda okkur fyrri part dags.

ATH: Vinsamlegast komið með ykkar eigin dýnu – eða yfirdýnu, púða og teppi! Bestu þakkir

Við gerum öll okkar besta. Munum að þrífa hendur vel og spritta.

Svo er gott að vera þakklát fyrir að við erum á Íslandi með okkar frábæra heilbrigðisfólk að halda utan um okkur. Þetta er jú ein stór og löng Jógaæfing að samþykkja lögmál breytileikans en geta um leið verið í sátt og gjafmild og góð!

JÓGA NIDRA með Auði 25 mín:
Hér er í viðtali við Auði Bjarna og Jóga Nidra fyrir heilsu og hugarfrið. Njótið. Gott að gera daglega.

Haustönn 2020

Haustönn 2020

NÝ OG FJÖLBREYTT STUNDASKRÁ
frá 1. september

HUGLEIÐSLA MEÐ AUÐI BJARNA á HRINGBRAUT

HUGLEIÐSLA MEÐ AUÐI BJARNA á HRINGBRAUT

HRINGBRAUT hefur boðið Auði Bjarna að vera með vikulega Hugleiðslu / Jógaþætti á fimmtudögum kl. 21.30 á næstu vikum. Dagskráin verður fjölbreytt, Stólajóga, Jóga Nidra, Hugleiðsla og fleira. Endursýnt reglulega.

HÉR sérðu  alla  10 þættina

Hér er linkur á 1. þáttinn: ÖNDUNARHUGLEIÐSLA
Hér er linkur á 2. þáttinn: STÓLAJÓGA
Hér er linkur á 3. þáttinn: HUGLEIÐSLA
Hér er linkur á 4. þáttinn: JÓGA NIDRA
Hér er linkur á 5. þáttinn: HUGLEIÐSLA

Pin It on Pinterest