Grunnnámskeið í Kundalini jóga

 

 

 

Næsta námskeið 2. – 28.október

Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45 -20.00 
Einnig er velkomið að nýta sér aðra opna tíma í stundarskrá.
Verð: 17.000 kr. 

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar  “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Td. kriya fyrir hjartað, nýrun, að styrkja ónæmiskerfið, áræðni og miðjustyrking, o.s.frv.

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt  og umbreytandi jóga. Unnið er markvisst að því að styrkja innkirtla- og ónæmiskerfið. Aðferðin byggir á öndun, jógastöðum, möntrum, hugleiðslu og slökun. Til eru fjölmargar útgáfur af Kundalini jóga. Hver tími er 75 mín.

Gott að koma í þægilegum fötum og með vatnsflösku. Dýnur eru á staðnum en velkomið að koma með sýna eigin dýnu líka, eða jógahandklæði.

Kennari: Kristín Rósa ÁrmannsdóttirHjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur (MA) og jógakennari. Hefur stundað jóga í fjöldamörg ár og útskrifaðist 2015 sem kundalinijógakennari. Kristín hefur kennt í Jógasetrinu síðustu ár og kennir einnig starfsfólki Landspítala jóga 2x í viku.

SKRÁNING

“Námskeiðið var krefjandi; liðkandi,styrkjandi,fræðandi og andlega uppbyggjandi. Margrét er fædd í hlutverk leiðbeinandans. Þakka fyrir frábært námskeið. Ég mun halda áfram. Kær kveðja Bjarni”

“Venjulegi Kundalini jógatíminn gerir mest fyrir mig því hann sameinar allt það besta, teygjur, styrkir hrygg og kjarnavöðva, hugleiðslu og slökun. Þetta hittir í mark hjá mér, eins og þú sagðir, að mæla aldur ekki í árunum heldur liðleika hryggjarins, og að finna hið sanna sjálf. Ég er að ganga í gegnum erfiðleika og þessir jógatímar sem ég hef mætt í, hjá Jógasetrinu, hafa svo sannarlega gert meira fyrir mig en nokkur líkama og sálarrækt sem ég hef farið í.” GB

Það var vorið 2014 að við fjölskyldan fórum að velta því fyrir okkur hvort ekki væri alveg upplagt að taka þátt í einhverri hreyfingu sem við gætum öll verið saman í þegar haustaði á ný. Þegar við veltum því fyrir okkur hvað það gæti verið sem við öll gætum haft gagn og gaman af þá skaut húsbóndinn því að okkur hvort jóga gæti kannski verið þetta sem við vorum að leita að.  Við vorum að leita að einhverju sem myndi henta fjölskyldu þar sem fjölskyldumeðlimir eru frá 15 ára til 50. Eftir að hafa kynnt okkur málið þá leyst okkur öllum vel á það og eftir enn frekara „ gúggl“ og fyrirspurninr þá komumst við á síðu Jógasetursins þar sem auglýst var byrjendanámskeið í KUNDALINI jóga.  Það varð því úr að við skráðum okkur á byrjendanámskeið.  Og síðan var ekki aftur snúið. Eftir frábært 6 vikna námskeið hjá Margréti Sigurðardóttur  þá skelltum við okkur á annað  6 vikna byrjendanámskeið.   Kundalini jóga er afskaplega fjölbreytt, að okkar mati og hentar fólki á öllum aldri og sama í hvaða líkamsástandi maður er.  Nú stundum við fjölskyldan saman jóga 2-3x í viku hjá Jógasetrinu og sjáum fram á að jóga verði fastur punktur í lífi okkar í framtíðinni. Bestu kveðjur,
Ásta, Sigurjón, Anna Björk, og  Melkorka Sól.

 “Það er leið í gegnum allar hindranir”  “There is a way through every block.”  Yogi Bhajan

Nánar um Kundalini jóga
IMG_1496

 

Pin It on Pinterest

Share This