Meditation – your journey to wholeness

Meditation – your journey to wholeness

HUGLEIÐSLA á sunnudögum kl. 19

Nánar hér: https://www.facebook.com/events/859010381518909/?active_tab=discussion

 

IMPORTANT PLEASE REGISTER –

Please send email to jogasetrid@jogasetrid.is with full name and Kennitala. Thank you

ATHUGA að FYRIRFRAMKRÁNING ER MIKILVÆG: Fullt nafn og KT á

jogasetrid@jogasetrid.is

DONATION

These classes are donation based, as I would like to support as many of you as possible in these times of change.  Alyona

Jóga fyrir 60 plús – Aukahópur

ÖNDUN – STYRKING – JAFNVÆGI og GLEÐI
AUKANÁMSKEIÐ Vegna mikillar aðsóknar.
Þriðjud. og fimmtudaga kl. 15.30 -16.30
Verð 21.000 – 8 vikur
Aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!
MEÐMÆLI:
Ég hef verið í jóga áður, nokkrum sinnum, en aldrei haft eins gaman og mikið gagn eins og af þessu námskeiði. Öll umgjörð persónuleg og hlýleg, bæði kennslan og öll samskipti við starfsfólk. Það hentar mér fullkomlega. Hlakka til að byrja í haust. Bkv. Sigrún Björnsdóttir
Kennarar: Edda Jónsdóttir og Rósa Matt.
Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun.
Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika.
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama. Velkomið að koma og prófa.
SKRÁNING á https://jogasetrid.is/namskeid/joga-fyrir-60/ eða sendið email á jogasetrid@jogasetrid.is
Jógasetrið Skipholti 50c. Við tökum vel á móti ykkur.
“Við verðum ekki eldri með árunum, en nýrri með hverjum deginum”

Vorönn hefst miðvikudag 13.janúar

OPNUM MIÐVIKUDAG 13. JANÚAR
Kæru jógar. Með gleði í hjarta fáum við loksins að opna Jógasetrið.
Almenn opin Stundaskrá tekur í gildi miðvikudaginn 13.janúar.
Jógaflæði, Kundalini jóga, Karlajóga, Mjúkt jóga og Jóga Nidra.
Sérnámskeið byrja:
GRUNNNÁMSKEIÐ 16 JANÚAR
HUGLEIÐSLA 17. JANÚAR
MEÐGÖNGUJÓGA 18. JANÚAR
MÖMMUJÓGA 18. JANÚAR
JÓGA FYRIR 60 PLÚS 19. JANÚAR
KRAKKAJÓGA 24. JANÚAR
Við minnum ykkur à að taka með ykkar eigin dýnu, teppi, púða og annan jógabúnað sem þið notið í tímum. Best að vera með eigin vatnsflösku og virðum 2 metrana regluna.
Athuga að þú þarft:
1- Að vera með virkt kort
2- Fyrirframskrá í alla tíma í gegnum heimasíðuna.
Hægt er að kaupa kort í gegnum heimasíðuna
Mikið hlökkum við til að sjá ykkur!
NETPAKKI – Mjúkt jóga og Jóga Nidra

NETPAKKI – Mjúkt jóga og Jóga Nidra

NETPAKKI – Mjúkt jóga og Jóga Nidra
Tilvalið að gera jóga nidra einmitt núna í desember.
Mjúkt jóga með meðvitund inn í allar hreyfingar. Með fínlegri athygli inn í öndun og líkamann finnurðu hvað hentar þér best hverju sinni. Þinn líkami, þitt jóga!
Þú getur horft á tímana þegar þér hentar, eins oft og þú vilt.
Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir.
Mjúkt jóga og Jóga Nidra – 12.600 kr.

Pin It on Pinterest