Töfraeyjan Sri Lanka | Göngu & Yoga ferð
4. – 16. nóvember 2024.
Trans- Atlantic og Gönguferðir Grétu bjóða uppá einstaka ferð til töfraeyjunnar Sri Lanka sem á engan sinn líka! Hér kemur saman gullfalleg náttúra, heillandi menning og framandi dýralíf sem gera þessa spennandi yoga- og gönguferð að einstakri upplifun sem ekki má missa af.
Gréta S. Guðjónsdóttir er lærður og starfandi leiðsögumaður og ljósmyndari. Hún hefur verið að leiðsegja síðan hún flutti heim til Íslands árið 1996, frá Hollandi. Fyrstu árin eingöngu með prívat ljósmyndaferðir en eftir að hafa náð sér í réttindi Leiðsögumanns árið 2011, um allt Ísland og allan heim, t.d. Kúbu, Marrakesh og Grænland. Hún hefur lengst af unnið hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, Ferðafélagi Íslands, Atlantik, Úrval Útsýn, og nú síðast með Gönguferðir Grétu. Gréta er með WFR (skyndihjálp í óbyggðum) og meiraprófið.
Auður Bjarnadóttir – Stofnandi/ eigandi Jógasetursins. Auður hefur kennt jóga síðan árið 2000. Hún á að baki ýmis kennaranám í Hatha – Kundalini – Meðgöngujóga – Yoga Nidra og Yoga Therapíu – Diploma í Dáleiðslu – Doulu nám og HypnoBirth. Auður hefur kennt víða og haldið utan um ýmis námskeið í Jógasetrinu, ma. Kennarnám í Jóga og fleiri fjölbreytt námskeið. Auður elskar að kenna en líka að læra og lítur á sig sem eilífan nemanda í jóga, og að lifa lífinu lifandi. Auður hefur einnig leitt jógaferðir á fjöllum og síðustu ár hefur hún einnig kennt íslenskum og erlendum hópum á Krít, Corfu, Amorgos og á Ítalíu. Hún elskar að ferðast og tengja jógað og ferðalög.