60 PLÚS – Auka námskeið hefst 20. janúar 2025
Mánudaga og miðvikudaga kl. 13.30 -14.30
Vegna mikillar aðsóknar bjóðum við upp á auka námskeið í Jóga fyrir 60 + 20. janúar – 5. mars 2025 (6 vikur) 19.000 kr
Kennarar: María Margeirs og Edda Björgvins
Kennarar: María Margeirs og Edda Björgvins
Fjölbreyttir og yndislegir tímar í góðum félagsskap. Styrkjandi og upplyftandi fyrir sál og líkama!
Það er aldrei of seint að byrja að stunda jóga – Allt á þínum forsendum!
Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins. Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, gleði, liðleika, hugleiðslu og slökun.
Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann. Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt. Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur. Léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, hjarta og líkama.