SADHANA

“Fyrst skapar þú vanann – svo skapar vaninn þig. Aginn er þinn besti vinur”
Yogi Bhajan

Í Kundalini jóga er áhersla lögð á Sadhana (ástundun)  Þannig hreinsum við hugann og tengjum okkur við sálina. Í Sadhana ögum við huga og líkama til að hlúa að og þjóna sálinni. Að sigra daginn og sigra okkur sjálf, stilla okkar eigið hljóðfæri.

 

SADHANA á Vorönn:

Alla föstudaga kl. 06.00-08.30 að morgni dags  ( má fara fyrr vegna vinnu etc.)

FRÍTT FYRIR ALLA OG ALLIR VELKOMNIR!

Sadhana samanstendur af

  • Lestur Japji Sahib (helgur texti lesinn í ca. 20 mín.)
  • Jóga kriya
  • Slökun
  • Möntrusöngur

Gott er að klæðast ljósum eða hvítum þægilegum fötum og hafa með klút/hárband eða annað slíkt til að hylja höfuðið. Það styrkir segulsviðið okkar (áruflæðið).  Best er að koma á fastandi maga og með opið hjarta!

Yogi Bhajan um SADHANA

Um mikilvægi persónulegrar ástundunar (Sadhana):

“Líkami þinn er musteri Guðs, og sál þín er hinn guðdómlegi innri kennari. Þú ríst upp að morgni dags, hugleiðir, syngur möntrur, gerir æfingar, ákallar andann, jafnar öndunina og styrkir hópvitundina. Þannig hjálpum við hvort öðru. Hópvitund í morgun Sadhana er til að hjálpa hvert öðru.”

“Það virðist sem að þegar þú stundar daglegt Sadhana að ekkert gerist. En þú gerir það ekki vegna græðgi. Þú gerir það til að sigrast á letinni og sjálfinu, með skuldbindingu þinni. Það er allt sem Sadhana er. Við gerum það ekki að fá eitthvað.”

“Við erum hér á jörðinni til að elska hvort annað, til að þjóna hvort öðru og lyfta hvort öðru upp. Við erum hér á þessari jörð til að gefa, ekki taka. Hreyktu þér ekki af því að taka. Gefðu og þér verða gefnar dyggðir. Og þannig eignast þú Guð.”

“What is sadhana? It’s a committed prayer. It is something which you want to do, have to do, and which is being done by you. … Sadhana is self-enrichment. It is not something which is done to please somebody or to gain something. Sadhana is a personal process in which you bring out your best.”  ~ Yogi Bhajan

“The greatest reward of doing sadhana is that the person becomes incapable of being defeated. Sadhana is a self-victory, and it is a victory over time and space. Getting up is a victory over time, and doing it is a victory over space. That is what sadhana is…” Yogi Bhajan

ATH. Allir timar eru birtir með fyrirvara um breytingar.

Jógasetrið, SKIPHOLT 50c

Pin It on Pinterest

Share This