Kæru jógar
Við erum að streyma jógatímum á FB Jógasetrið og á Meðgöngujóga hjá Auði FB. Endilega fylgist með þar. En það er auðvitað dásamlegt að koma í tíma fyrir þá sem það vilja. Við tökum einn dag í einu. Eina öndun í einu!

FYRIRFRAMSKRÁNING
Ef þú vilt mæta í Jógasetrið í tímana, þá vinsamlegast skráðu þig fyrirfram með email til að tryggja þér pláss, á jogasetrid@jogasetrid.is

Í óvissunni alls staðar, munum að anda djúpt og sjá ljósið, vera úti og sjá himinninn. Gerum öll okkar besta til að mæta aðstæðum, halda ró okkar og vera til staðar fyrir þá sem minna mega sín.

Í LJÓSI ÚTBREIÐSLU COVID-19 VEIRUNNAR OG TILMÆLA ALMANNAVARNA OG LANDLÆKNIS HÖFUM VIÐ Í JÓGASETRINU GERT VIÐEIGANDI RÁÐSTAFANIR. VIÐ TELJUM MIKILVÆGT AÐ GETA HALDIÐ ÁFRAM AÐ STUNDA JÓGA OG LEGGJUM ÁHERSLU Á AÐ ÖLLUM LÍÐI VEL OG ÖRUGGIR HJÁ OKKUR.
VIÐ BIÐJUM YKKUR VINSAMLEGAST UM AÐ FARA EFTIR TILMÆLUM SEM SÓTTVARNARLÆKNIR HEFUR GEFIÐ ÚT. ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ HALDA FJARLÆGÐ HVERT FRÁ ÖÐRU, ENGIN FAÐMLÖG, HANDABÖND NÉ KOSSAR, LEGGUM ÁHERSLU Á HANDÞVOTT OG SÓTTHREINSUM HENDUR OG DÝNUR FYRIR OG EFTIR TÍMA.
HAFIR ÞÚ VERIÐ Á FERÐALAGI UM HÆTTUSVÆÐI EÐA FINNIR FYRIR FLENSKUEINKENNUM EÐA SLAPPLEIKA ÞÁ BIÐJUM VIÐ ÞIG VINSAMLEGA UM AÐ VERA HEIMA ÞAR TIL ÞÚ NÆRÐ ÞÉR AÐ FULLU.
VIÐ HVETJUM ALLA TIL AÐ KOMA MEÐ EIGIN JÓGADÝNUR OG AÐRA AUKAHLUTI EINS OG TEPPI OG PÚÐA EF VIÐ Á. VARIST AÐ SNERTA ANDLITIÐ Á MEÐAN ÁSTUNDUN FER FRAM.
VIÐ HÖFUM LAGT AUKNA ÁHERSLU Á HREINLÆTI OG SÓTTHREINSUM HURÐARHÚNA, SNERTISKJÁI OG AÐRA YFIRBORÐSFLETI REGLULEGA YFIR DAGINN.
VIÐ BIÐJUM HVERN OG EINN UM AÐ TAKA ÁBYRGÐ Á EIGIN HREINLÆTI OG FARA EFTIR ÞESSUM FYRIRMÆLUM SVO VIÐ GETUM ÖLL HALDIÐ ÁFRAM OKKAR ÁSTUNDUN Í SÁTT OG SAMLYNDI OG LIÐIÐ VEL OG ÖRUGGUM.
VIÐ VONUMST TIL AÐ SJÁ YKKUR SEM FLEST ÁFRAM.
KÆRLEIKSKVEÐJUR,
JÓGASETRIÐ

Pin It on Pinterest

Share This