Við höfum nú stofnað sérstakan aðgang, Ungmennakort, fyrir þau ungmenni 12-18 ára sem hafa áhuga á að stunda jóga og efla þannig styrk, kyrra hugann og tengja inn á við.

Ungmennakortið gefur aðgang að öllum opnum tímum í stundaskrá. Í Jógasetrinu eru í boði fjölbreyttir tímar, allt frá kraftmiklum kundalini tímum og jógaflæði yfir í mjúkt jóga, yin tíma og nidra djúpslökun. Sjá hér: http://jogasetrid.is/stundarskra/

Ungmennakortið gildir í 18 vikur, frá 27. janúar til 1. júní 2020 og kostar 32.000 kr. Athugið að í boði er að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar upp í námskeiðið.

Pin It on Pinterest

Share This