Kennarar í Jógasetrinu


“Hjarta þitt geymir lykilinn, leyfðu hjarta þínu í kyrrðinni að finna leyndarmál dags og nætur” 
                                                                                                                          

Auður Bjarnadóttir, hefur kennt jóga síðan 2000. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra og Yoga Therapíu frá Amrit Institute í Florida. Árið 2012 tók hún Diploma sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis. Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og tók Doulu námi hjá Hönd í Hönd 2011. Árið 2000-2001 sá Auður um Krakkajóga í Stundinni okkar og 2012 gaf hún út Krakkajóga DVD mynd ásamt “Erumenn”. Auður hefur kennt víða og haldið utan um ýmis námskeið í Jógasetrinu, ma. Kennarnám í Kundalini Jóga og fleiri fjölbreytt námskeið. Auður elskar að kenna en líka að læra og lítur á sig sem eilífan nemanda í jóga, og að lifa lífinu lifandi. Auður kennir Kundalini jóga, Meðgöngujóga, Mömmujóga, Hatha jóga og Jóga Nidra, leiðir Kennaranám í Kundalini og fleira.

 

11091073_10206881258579133_403156600_oArna Rín lauk kennararéttindum í Kundalini Jóga árið 2013. Hún lauk réttindum sínum í krakkajóga (Childplay) hjá Gurudass Kaur Kalsa og hefur haldið utan um námskeið í krakkajóga. Hún lauk kennaranámi í Amrit Yoga við Amrit Yoga Institute, Flórída árið 2015 þar sem hún starfaði einnig í Seva þjónustu við ýmis störf fimm mánuði. Í Hatha/Amrit jóga samnýtir hún Hatha jóga ásamt Raja Jóga (hugleiðslujóga) og kennir hugleiðslu í hreyfingu. Arna Rín starfar sem Heilsumarkþjálfi. Hún stundaði nám við Institute of Integrative Nutrition og vinnur með fólki sem vilja draga úr heilsuvandamálum, breyta mataræði sínu og efla orkuna út daginn. Hún leggur áherslu á að tengja saman jógafræðin og heilbrigðan lífstíl til að lifa í sínum fyllsta styrk. Arna kennir Hatha / Mjúkt Jóga / Jóga Nidra og Kundalini jóga.

 

alfrunÁlfrún Helga Örnólfsdóttir er menntuð leikkona, dansari og kundalini jógakennari. Hún hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í kvikmyndum. Álfrún hefur kennt börnum leiklist og jóga frá árinu 2009. 2011 sótti hún námskeið í Childplay hjá Gurudass Kaur Khalsa. Í krakkajóganu notar hún mikið sögur til að miðla boðskap jógafræðanna og kenna jógastöður. Sköpunargleðin er alltaf í fyrirrúmi í tímunum. Álfrún kennir Krakkajóga 8-11 ára og 12- 14 ára.

 

 

biggi-joakimsBirgir Þorsteinn Jóakimsson hefur haft áhuga á jógafræðunum frá því hann var unglingur. Hann lauk kennaranámi hjá Jóga stúdíói og Yogi Shanti Desai sumarið 1998. Birgir hefur kennt fólki á öllum aldri á hinum ýmsu stöðum frá árinu 1998 meðfram starfi sínu sem grafískur hönnuður. Hann er mikill áhugamaður um hlaup, hjólreiðar og nú síðast sjósund sem hann stundar af töluveðri ástríðu. Birgir trúir því að lykillinn að því að verða góður jógakennari sé að þykja alveg óendanlega vænt um þá sem hann er að kenna. Þá kemur allt hitt að sjálfu sér. Birgir kennir Karlajóga.

 

EddaEdda Jónsdóttir útskrifaðist sem Kundalini jógakennari snemma árs 2013 og stundar nú framhaldsnám í fræðunum. Í Kundalini jóga upplifir hún einhvern galdur sem erfitt er að útskýra en þeim mun merkilegra að upplifa. Hún er menntaður grunnskólakennari, ásamt því að vera með BA próf í spænsku. Helstu áhugamál eru fjölbreytt hreyfing og útivera ásamt ótalmörgu sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu. Edda kennir Kundalini jóga.

 

Estrid Þorvaldsdóttir, byrjaði í kundalini yoga kennararnámi í september 2008. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, hefur notið vaxandi vinsælda og er stundum kallað jóga hins vinnandi fólks. Estrid starfar sem yoga kennari og ráðgjafi og leiðsögumaður um fjöll og fyrnindi. Hún er í framhaldsnámi í kundalini yoga fræðum.  Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga,  Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri. Estrid kennir Kundalini jóga.

 

Guðbjörg Arnardóttir, lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins. Hún lauk danskennaranámi frá Danshögskolan í Stokkhólmi og sérhæfði sig í barnadönsum, ballett og nútímadansi. Hún hefur kennt við ýmsar dansstofnanir í Svíþjóð og á Íslandi. Guðbjörg lauk grunnskólakennaramenntun við Kennaraháskóla Íslands vorið 2001 og haustið 2003 lauk hún prófi frá sama skóla í menntun tvítyngdra barna. Guðbjörg hefur rekið Listdansskóla Hafnarfirði í 18 ár og kennt barnadansa og ballett í 30 ár. Hún hefur einnig tekið þátt í krakkajóganámskeiðinu  “CHILDPLAY ” hjá Gurudass Kaur í Jógasetrinu. Guðbjörg kennir Krakkajóga 3-4 ára og 5-7 ára.

 

Gunnar Ásgeirsson, útskrifaðist sem jógakennari frá Ásmundi Gunnlaugssyni í janúar 2007 og tók kennarapróf í Kundalini jóga í Reykjavík vorið 2009 í Karam Kriya School. Fyrir Gunnari er jógalífstíll góður til að ná betri stjórn á líkama, huga og sál. Gunnar kennir Kundalini jóga.

 

 

Inga Reynisdóttir kynntist Hatha jóga á unglingsaldri og þrátt fyrir að hafa prófað ýmis önnur líkamsræktarkerfi um ævina þá leitaði hún alltaf aftur í jóga. Jóga hefur umfram flesta aðra líkamsrækt að það sameinar ræktun þrenningarinnar líkama, huga og sálar. Kundalini jóga samræmist sérstaklega vel daglegu lífi og þegar hún kynntist því sumarið 2011 þá varð ekki aftur snúið. Ástundun Kundalini jóga hefur verið fastur liður í tilverunni síðan þá og til þess að dýpka skilning á Kundalini jóga þá kláraði hún fyrsta stig Kundalini jógakennaranámsins árið 2013. Hún er í áframhaldandi Kundalini jógakennaranámsi og er einnig Jóga Nidra kennari. Inga er líffræðingur að mennt og starfar á Meinafræðideild Landspítalans þar sem hún vinnur m.a. við rannsóknir á brjóstakrabbameini. “Vegna vinnu minnar þarf ég stöðugt að tileinka mér nýja þekkingu og fylgjast með tækniframförum á sviðinu. Ástundun jóga hefur gert mér kleift að finna hugarró í erli dagsins.” Inga kennir Kundalini jóga og Jóga Nidra.

 

María Dalberg er leikkona og jógakennari og hefur iðkað yoga frá unglingsaldri en kolféll fyrir Ashtanga yoga þegar hún var í leiklistarnámi í Drama Centre London árið 2008. Eftir heimkomuna lauk hún 200 tíma kennaranámi í Yoga Shala vorið 2013. Því næst lá leið hennar til New York þar sem hún lærði hjá Ashtanga yoga kennaranum Eddie Stern í The Broome Street Temple. María notar hvert tækifæri til að vaxa og dafna bæði sem iðkandi og kennari og hefur tekið námskeið hjá ýmsum gestakennurum, m.a. Brian Culkin, Elena Mironov, Emily Kuser, Julie Martin, Alexander Medin, Petri Raisanen, Kino McGregor, Maria Boox, Laruga Glaser og Mark Robberds. María kennir Vinyasa flæði.

 

María Ásgeirsdóttir jógakennari í Jógasetrinu hefur iðkað jóga frá árinu 2012. Hún er með alþjóðleg jóga kennararéttindi í bæði Kundalini jóga og Jóga Nidra. Einnig hefur hún lokið fyrsta stigi í Jahara vatnsmeðferð og í Reiki heilun.  María kennir Mjúkt jóga og Jóga Nidra

 

 

 

Margrét Sigurðardóttir, hóf sína Kundalíni jógaiðkun hjá Auði Bjarnadóttur árið 2006 og hefur það verið mikilvægur hluti af lífi hennar síðan. Árið 2007 fór Margrét til Bandaríkjanna þar sem hún lærði krakkajóga hjá Shakta Kaur Khalsa og hefur hún notað það í starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún er menntaður grunnskólakennari  og starfar sem verk og listgreinakennari. Það var svo sumarið 2012 sem Margrét lauk kennaranámi í Kundalini jóga frá Kundalini Reasearch Institude í New Mexico. Maggý kennir Kundalini jóga og Byrjendanámskeið.


Thelma
 er listkennari, fatahönnuður, móðir og jógakennari og varð fyrst hugfangin af kundalini jóga á meðgöngunni og eftir það lá leiðin í kennaranám í kundalini jóga hjá Auði Bjarnadóttir í Jógasetrinu. “Kundalini jóga hefur breytt lífi mínu í alla staði. Það hefur gefið mér innri frið, sjálfstraust, kjark og úthald til að stíga inn í draumana mína: Að trúa á sjálfa mig. Ég hef náð að næra allt það bjarta og góða í mér og sjá það í öðrum, auk þess sem ég upplifi aukinn kjark og úthald til að takast á við þær áskoranir sem ég mæti í lífinu. Umfram allt hef ég öðlast traust til lífsins í gegnum jógaiðkunina mína. Ég treysti því að lífið færi mér allt sem ég þarf og allt sem ég vil.” Thelma kennir Kundalini jóga.

 


gerda (2)

Þorgerður Sveinsdóttir starfar sem Hatha yogakennari og heilari. Stundar framhaldsnám í yogafræðum, yoga þerapíu, hugleiðslu og ayurveda lífstílsráðgjöf. Hefur einnig lokið námi í ferðamálafræðum ásamt lýðheilsuvísindum og snyrtifræði. Þorgerður leiðir hatha yoga flæði, nidra (djúpslökun), hugleiðslur,  yoga í vatni og yoga fyrir börn. Þorgerður hefur starfað við yogakennslu í tæp fjögur ár og er með alþjóðlega viðurkennd réttindi og sækir reglulega fjölbreytt námskeið í tengslum við heilsu og yogafræðin. Þorgerður kennir Mjúkt jóga, Hatha, Meðgöngujóga, Kundalini jóga og Jóga Nidra

 

torgunnur_arsaelsdottir_2

Þórgunnur Ársælsdóttir hefur stundað jóga frá tvítugsaldri og lauk Kundalini jógakennaranámi árið 2009.  Þórgunnur starfar sem geðlæknir og hefur kennt jóga á Landspítalanum síðan 2009.  Þórgunnur er einnig með kennararéttindi í Jóga Nidra og Jóga Þerapíu frá Amrit Institute í Bandaríkjunum og hefur kennt það síðan 2011. Þórgunnur kennir Jóga Nidra og Kundalini jóga.

Pin It on Pinterest

Share This