MIÐVIKUDAG 31.OKTÓBER KL. 20.15 – 22.00

Töfraferðalag með magnaðri tækni Kundalini jóga og Naad hljóðflæðisins. Við tengjum hjörtu okkar og raddir við alheimshljóðflæðið í mögnuðum samhljómi. Þetta ferðalag er blanda tónleika, samhljóms, hljóðheilunar og gongs.

Oshri (USA) og Hugrún færa okkur djúpa jógíska hljóðstund sem heilar okkur inn að hjartarótum.

Við byrjum kl 20:15 og varir stundin til 22:00

Hugrún Fjóla er Kundalini jógína, söngkona og stærðfræðingur. Hún hefur sérhæft sig í möntrusöng sem fléttar saman jógað og tónlistina, og gerir það á sinn einstaka hátt með undispili Ukuleles og Harmóníu. Síðastliðin tvö ár hefur hún ferðast um Evrópu og Bandaríkin á jógahátíðar til að stíga á stokk með röddina og hljóðfærin. Hún er einnig að vinna að sinni fyrstu möntruplötu. Söngur hennar og rödd snertir við kjarna fólks og opnar hjörtu með kristal tærum og einlægum hljómi.

Oshri Hakak er Kundalini Yogi frá Los Angeles sem kennir einnig með list sinni og tónlist. Hann hefur helgað líf sitt gleði, sköpun, þjónustu og elskar að deila Kundalini Yoga með öðrum til að finna frið, sátt og innblástur á tímum umbreytinga.
Hans hjartans mál er að lyfta öðrum upp og og stuðla að umbreytingu frá skaðlegum mynstrum og leggja rækt við ljósmikið líf, samheldið fjölskyldulíf og samfélag.

VERÐ: Opið fyrir kortahafa
Aðrir greiða 3000kr.

JÓGASETRIÐ – SKIPHOLT 50c – http://jogasetrid.is/

Pin It on Pinterest

Share This