Jóga og leiklist   12. – 16.ágúst

Jógakennararnir og leikkonurnar Álfrún Örnólfsdóttir og María Dalberg bjóða upp á vikunámskeið fyrir krakka þar sem tvinnað verður saman jóga og leiklistaræfingum sem efla einbeitingu, hlustun, leikgleði, sjálfstraust og samvinnu. Námskeiðið er vikulangt, þrjá tíma í senn.

Álfrún hefur áralanga reynslu af barnajógakennslu. Hún er leikkona og hefur starfað í leikhúsi og kvikmyndum, við talsetningar og leiklistarkennslu.

María hefur mikla reynslu af að kenna jóga bæði fyrir fullorðna og börn, þar má nefna Ashtanga, Power jóga, Yin jóga, Yoga Nidra og fjölskyldujóga. Hún er einnig leikkona og hefur starfað í leikhúsi og í kvikmyndum.

Krakkarnir þurfa að koma með nesti og klædd þægilegum fötum.
Farið verður í útijóga þegar veður leyfir.

12. – 16.ágúst
mánudag  – föstudag  kl. 13.30-16.30

Verð: 17.500 kr.

Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50C.  –  Fyrirspurnir jogasetrid@jogasetrid.is

Pin It on Pinterest

Share This