PARAJÓGA

PARAJÓGA – NÝTT NÁMSKEIÐ- Auglýst síðar

PARTNER YOGA – ENGLISH WELCOME

Í Parajóga eru allir velkomnir sem hafa félaga með sér. Hvort sem það er maki, vinur eða fjölskyldumeðlimur. Við njótum þess að gera jóga saman. Gerðar verða jógaæfingar og stöður í sameiningu. Lykilatriðið er samstilling í gegnum öndun, hreyfingu, traust og öryggi. Við dýpkum stöðurnar með mýkt og góðri hlustun.

Very welcome with a partner, friend or family member. Yoga exercises and poses to connect, breath stretch and enjoy together!

Kennarar: Arna Rín Ólafsdóttir og Snorri Sigurðarson Hertervig

Arna Rín lauk kennararéttindum í Kundalini Jóga árið 2013. Hún lauk réttindum sínum í krakkajóga (Childplay) hjá Gurudass Kaur Kalsa og hefur haldið utan um námskeið í krakkajóga. Hún lauk kennaranámi í Amrit Yoga við Amrit Yoga Institute, Flórída árið 2015 þar sem hún starfaði einnig í Seva þjónustu við ýmis störf fimm mánuði. Arna Rín lærði einnig Jóga Nidra á Amrit Institute. Í Hatha/Amrit jóga samnýtir hún Hatha jóga ásamt Raja Jóga (hugleiðslujóga) og kennir hugleiðslu í hreyfingu. Arna kennir Hatha / Mjúkt Jóga / Jóga Nidra og Kundalini jóga og Parajóga.

Snorri Sigurðarson Hertervig útskrifaðist úr 200 tíma kennaranámi 2013 í Arhanta Yoga Ashram í Khajuraho Indlandi stuttu eftir að hann uppgötvaði áhrif Jóga iðkunnar. Námið leggur áheyrslu á heimspeki Vedic ritanna ásamt skilaboðum ástar, og þjónustu fyrir aðra sem leið innri friðar og sjálfsþroska. 2017 lauk hann svo 200 tíma námi í Iyengar Yoga undir handleiðslu Francois Rault. Snorri stundar nám við Vöruhönnun í LHÍ ásamt því að vera ljósmyndari.

Pin It on Pinterest

Share This