Tölurnar þínar á nýju ári

Nánar auglýst síðar.

Með Estrid Þorvaldsdóttur, Siri Mukh um tölurnar þínar, Að finna styrkinn þinn og einnig hvað þú getur unnið með til að losna úr karma böndum og styrkja þitt persónulega Dharma
Dharma = örlög (það besta sem við getum verið )

Ein leið til að skoða sig í samhengi við alheiminn er í gegnum tölur. Við munum skoða okkar eigin afmælisdag og læra um styrkleikana okkar. Þessi talnaspeki gengur ekki út á að spá í framtíðina heldur að sjá allt sem þegar er heilbrigt innra með okkur, fá skilning og umburðarlyndi fyrir okkur sjálfum og öllum í kringum okkur.

Estrid vinnur út frá Karam Kriya talnaspeki sem er ein aðferði í jógafræðunum til að nálgast okkur sjálf og byggist upp á sýninni á líkömunum 10 í kundalini jóga.

Farið verður í grunninn að talnaspekinni sem er mikið notuð í kundalini jóga út frá orkustöðvunum og líkömunum tíu.

Talnaspekin gengur út á það að skilja okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Við getum dýpkað tilgang okkar þegar við nýtum tölurnar sem vegvísi. Við sjáum okkur sjálf og fólk í réttu ljósi.

Námskeiðið gengur út á að geta nýtt sér talnaspeki í daglegu lífi, ekki sem spádóm um framtíðina heldur sem styrk til að hlusta á innri rödd. Við munum læra að lesa í afmælisdaga sem eru eins og gluggi inn í lífsmynstur og einnig karma en karmað er lífskólinn þar sem við finnum okkar dýpsta fjársjóð.

Skráning: http://jogasetrid.is/

Estrid Þorvaldsdóttir, byrjaði í kundalini yoga kennararnámi í september 2008 og er í framhaldsnám í kundalini yoga fræðum. Hún vinnur einnig með orkustöðvar heilun byggt á vísindum kundalini yoga og veitir persónulega ráðgjöf við að finna út hvaða orkustöðvar eru í ójafnvægi og veita hugleiðslur og yogaæfingar sem hjálpa viðkomandi finna þitt eðlilega ástand. Estrid kennir Kundalini jóga, Orkustöðvanámskeið og er einnig með einkatíma í Orkustöðvarlestri. 

FC2693

 

ÞAÐ TEKUR 40 DAGA AÐ BRJÓTA UPP VANANN.
ÞAÐ TEKUR 90 DAGA AÐ BÚA TIL NÝJAN VANA.
ÞAÐ TEKUR 120 DAGA AÐ FESTA NÝJA VANANN Í SESSI.
ÞAÐ TEKUR 1000 DAGA AÐ VERÐA MEISTARI Í NÝJA VANANUM.