Elsku vinir.
Jógasetrið er lokað þar til leyfi gefst að opna.
Streyminu á FB Jógasetrið hefur verið mjög vel tekið og meðvitað vildum við gefa það til að byrja með opið til allra. Það hefur að mestu gengið vel en stundum “streymisálag” á FB. Nú erum komin með topp mann til að hjálpa okkur að gera góðar upptökur.

Við erum að taka upp fleiri tíma í vikunni og senda á okkar iðkendur í lokuðum hóp. Svo er auðvitað gaman að eiga safn í góðum gæðum fyrir framtíðina.

Missum ekki dampinn kæru vinir. Jóga og hugleiðsla hjálpar svo sannarlega. Og þiggjum útivist og ferska loftið!

Pin It on Pinterest

Share This